- Advertisement -

Peningarnir eru í Efstaleiti

Sé miðað við fram­lög til Rík­is­út­varps­ins á þessu ári í formi út­varps­gjalds gæti fyr­ir­tækið keypt efni af inn­lend­um kvik­mynda-, dag­skrár­gerðar- og lista­mönn­um fyr­ir yfir 3.100 millj­ón­ir króna á ár­inu, ef hug­mynd­un­um væri fylgt eft­ir. Ekki ónýt víta­mínsprauta fyr­ir ís­lenskt menn­ing­ar- og list­a­líf.

Óli Björn Kárason skrifar grein í Moggann í dag, sem og aðra miðvikudaga. Ekki er minnsti vafi á, hvort sem fólk er sammála Óla Birni eða ekki, að hann er ber höfuð og herðar yfir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, og jafnvel þó víðar væri leitað, þegar kemur að pólitík. Þar hefur hann mótaðar skoðanir. Nú skrifar hann um listir og menningu og sér ástæðu til að hnýta aðeins í Ríkisútvarpið. Hann skrifar:

„Rík­is­út­varpið fær í sinn hlut 4.645 millj­ón­ir króna á þessu ári auk tekna af aug­lýs­ing­um (2.038 millj­ón­ir árið 2017). Árið 2010 fjallaði ég um Rík­is­út­varpið í tíma­rit­inu Þjóðmál­um og lagði fram rót­tæk­ar hug­mynd­ir um upp­stokk­un á skipu­lagi og starf­semi rík­is­fjöl­miðils­ins. Þótt til­lög­urn­ar séu rót­tæk­ar eru þær frem­ur ein­fald­ar. Fyr­ir utan að reka frétta­stofu á Rík­is­út­varpið fyrst og síðast að vera lít­il stofn­un sem kaup­ir efni frá sjálf­stæðum fram­leiðend­um – þætti í út­varp og sjón­varp á öll­um sviðum; kvik­mynd­ir, fram­haldsþætti, skemmtiþætti, umræðuþætti, frétta­skýr­ingaþætti, tónlist, leik­rit, heim­ilda- og fræðsluþætti.

Sé miðað við fram­lög til Rík­is­út­varps­ins á þessu ári í formi út­varps­gjalds gæti fyr­ir­tækið keypt efni af inn­lend­um kvik­mynda-, dag­skrár­gerðar- og lista­mönn­um fyr­ir yfir 3.100 millj­ón­ir króna á ár­inu, ef hug­mynd­un­um væri fylgt eft­ir. Ekki ónýt víta­mínsprauta fyr­ir ís­lenskt menn­ing­ar- og list­a­líf.

Það er ekki fjár­skort­ur sem hrjá­ir lista- og menn­ing­ar­lífið held­ur meðferð fjár­muna og úr­elt stofnana­fyr­ir­komu­lag, sem sést vel í Efsta­leiti. Frjór jarðveg­ur verður ekki til með sí­fellt aukn­um rík­is­styrkj­um, held­ur með upp­stokk­un á úr sér gengn­um stofn­un­um og reglu­verki.“

Fyrirsögnin er Miðjunnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: