- Advertisement -

Hjáróma hræðsluáróður

Ragnar Önundarson skrifar: Formaður Öryrkjabandalagsins var að segja í þættinum Vikulokin á Rás 1 að bandalagið kæmi nú að samningaborðinu með verkalýðsfélögunum í fyrsta sinn. Þetta þýðir væntanlega að samtök aldraðra gera það líka. Athugið að þessi breyting tengist nýjum verkalýðsleiðtogum og bendir eindregið til að reynt sé að ná utan um velferð þeirra sem höllum fæti standa. Þetta skiptir öllu, „kollsteypa“ mundi skilja öryrkja og aldraða eftir einu sinni enn. Stöðugleiki, ekki síst gengisins, er eitt mesta hagsmunamál þessara hópa.

Hræðsluáróður gegn nýrri forystu um óhæfilegar kröfur eru hjáróma. Það eru niðurstöðurnar sem munu skipta máli. Sá sem ekki skapar sér samningsstöðu nær ekki góðum samningum. Svo einfalt er það.

Fengið af Facebooksíðu Ragnars.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: