- Advertisement -

Þeir kreppa stálhnefana

Dagblöðin bæði eru upptekin af framgöngu forystu launafólks. Þau bæta í aðförina í leiðurum dagsins.

Byrjum á Herði Ægissyni í Fréttablaðinu. Hann reynir af öllum mætti að egna félagsmönnum VR gegn formanni sínum. Hann segir ti dæmis:

„Það er aðeins tímaspursmál hvenær stéttarfélögin slíta þeim viðræðum sem nú eru á borði sáttasemjara og fara fram á verkfallsheimild. Sú niðurstaða hefur legið lengi fyrir. Formenn félaganna skeyta ekkert um efnahagslegar staðreyndir heldur spila á tilfinningar fólks. Trump er nefnilega víða. Leiðarljósið er ekki endilega að ná samningum heldur er markmiðið sem slíkt stéttastríð. Þá koma digrir sjóðir Eflingar og VR – samtals um 24 milljarðar – að góðum notum til að standa undir verkföllum og átökum í pólitískum tilgangi. Eru félagsmenn VR, sem telja um 30 þúsund og eru að meðaltali með um 700 þúsund í heildarlaun, reiðubúnir að fylgja formanni sínum í fráleitar verkfallsaðgerðir? Um það má vonandi efast.“

Davíð er ekki eins frumlegur og Hörður. Hann kýs að efla harmagrátinn:

„Það er ugg­ur í at­vinnu­rek­end­um. Það kom glöggt fram í Morg­un­blaðinu í gær þar sem rætt var við full­trúa úr ýms­um grein­um at­vinnu­lífs­ins. Her­skár tónn í kjaraviðræðum er or­sök­in. At­vinnu­rek­end­ur ótt­ast bæði áhrif mögu­legra verk­falla og mik­illa launa­hækk­ana.

Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, geng­ur svo langt að segja að verði „hér langvar­andi árás­ir á ferðaþjón­ustu í heild sinni, eða á hluta henn­ar, gæt­um við horft upp á að ein­hver fyr­ir­tæki legðu hrein­lega upp laup­ana. Staðan er bara þannig.““

Skrif þeirra félaga hafa auðvitað engin áhrif á það fólk sem hefur tekið að sér að gera allt sem að getur til að bæta lífsafkomu fólks, helst þess fólks sem lifir í fátækt.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: