- Advertisement -

Ferðaþjónustan er vanmáttug

Stærsta atvinnugrein þjóðarinnar er veikburða og vanmáttug, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann kveður nánast upp dauðadóm yfir atvinnugreininni. Segir hann alls ekki þess burðuga að borga starfsfólki viðunandi laun.

 „Við get­um al­veg talað ís­lensku. Svig­rúmið til launa­hækk­ana í ferðaþjón­ustu er lík­lega minna en í mörg­um öðrum at­vinnu­grein­um. Verði hér langvar­andi árás­ir á ferðaþjón­ustu í heild sinni, eða á hluta henn­ar, gæt­um við horft upp á að ein­hver fyr­ir­tæki leggi hrein­lega upp laup­ana. Staðan er bara þannig,“ seg­ir Jó­hann­es Þór Skúlason, Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, í Mogga dagsins.

Máli sínu til stuðnings bendir hann á á töl­ur Hag­stof­unn­ar um af­komu hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tækja. Þær töl­ur bendi til að af­koma fyr­ir­tækj­anna hafi verið nei­kvæð um 3 millj­ón­ir króna í fyrra fyr­ir fjár­magnsliði.

Ferðaþjónusta greiðir heilt yfir frekar lág laun, laun sem dugar starfsfólki oft ekki til framfærslu. Og að sögn framkvæmdastjórans er engra breytinga að vænta. Niðurstaðan getur því ekki verið önnur en sú að ferðaþjónustan er ekki sjálfbær. Getur ekki borgað fólki mannsæmandi laun.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: