Stærsta atvinnugrein þjóðarinnar er veikburða og vanmáttug, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann kveður nánast upp dauðadóm yfir atvinnugreininni. Segir hann alls ekki þess burðuga að borga starfsfólki viðunandi laun.
„Við getum alveg talað íslensku. Svigrúmið til launahækkana í ferðaþjónustu er líklega minna en í mörgum öðrum atvinnugreinum. Verði hér langvarandi árásir á ferðaþjónustu í heild sinni, eða á hluta hennar, gætum við horft upp á að einhver fyrirtæki leggi hreinlega upp laupana. Staðan er bara þannig,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í Mogga dagsins.
Máli sínu til stuðnings bendir hann á á tölur Hagstofunnar um afkomu hvalaskoðunarfyrirtækja. Þær tölur bendi til að afkoma fyrirtækjanna hafi verið neikvæð um 3 milljónir króna í fyrra fyrir fjármagnsliði.
Ferðaþjónusta greiðir heilt yfir frekar lág laun, laun sem dugar starfsfólki oft ekki til framfærslu. Og að sögn framkvæmdastjórans er engra breytinga að vænta. Niðurstaðan getur því ekki verið önnur en sú að ferðaþjónustan er ekki sjálfbær. Getur ekki borgað fólki mannsæmandi laun.