- Advertisement -

„Ég er reið, al­veg svaðal­ega reið“

„Katrín, Bjarni og Sig­urður, skammist til að standa við gef­in lof­orð og af­nemið strax krónu-á-móti-krónu-skerðinguna. Það væri a.m.k. góð byrj­un, eða segið af ykk­ur ella. Þetta geng­ur ein­fald­lega ekki leng­ur.“

Sigurlaug Guðrún I. Gísladóttir skrifar hreint ótrúlega grein sem birt er í Mogganum í dag. Greinin lýsir mjög vel hversu ömurlega er komið fram við þá sem höllustum fæti standa. Sigurlaug segist vera reið, eðlileg er hún reið. Þau sem lesa greinina verða líka reið. Það sem Sigurlaug segir okkur má ekki vera. Greinin er endurbirt hér, ekki er ástæða til og ekki hægt að stytta skrif Sigurlaugar.

„Ég er reið, al­veg svaðal­ega reið, en sem bet­ur fer gríp ég bara til „penn­ans“ en ekki hnef­ans. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi rík­is­stjórn­ir Íslands eru or­sök þess­ar­ar upp­söfnuðu reiði og ef ekki eitt­hvað stór­kost­legt ger­ist snemma á þessu ári mun svo sann­ar­lega gjósa. Ég viður­kenni að þessi upp­safnaða reiði bein­ist líka að hags­muna­sam­tök­um ör­yrkja sem enn halda úti sam­ræðum við stjórn­völd en láta teyma sig á asna­eyr­un­um. Reiðin bein­ist líka að þeim sem skrifa pistla eins og kona með þrjár há­skóla­gráður skrifaði fyr­ir nokkru, en hún gaf í skyn að betra væri bara að fara á ör­orku og fá íbúð hjá ÖBÍ en að standa í hark­inu sem fylg­ir hinum ís­lenska leigu­markaði. Við þann lest­ur sauð upp úr hjá mér. Að ein­stak­ling­ur með þrjár há­skóla­gráður skuli vera svo fá­fróður sýn­ir best hvað þessi þjóðfé­lags­hóp­ur, sem hvað verst stend­ur, glím­ir við, því sá sem veit það skrif­ar hvorki né seg­ir svona.

Hvað veit ég um þessi mál?

Ég á fjög­ur börn, þar af þrjá stráka sem all­ir eru fædd­ir lög­blind­ir og til­heyra því þeim hópi sem kall­ast ör­yrkj­ar. Þeir eru dæmd­ir til ævi­langr­ar fá­tækt­ar og eru í raun all­ar bjarg­ir bannaðar.

Fötl­un þeirra fylg­ir ýmis auka­kostnaður sem við hin þurf­um ekki að greiða og ekki minnk­ar hann við að búa úti á landi og hafa ekki aðgang að eðli­legri ferðaþjón­ustu nema standa í sí­felldu betli til sveit­ar­fé­lags­ins um að greiða ákveðið marg­ar ferðir á mánuði. Ekki nóg með það held­ur þurfa þeir að skila inn skýrslu um hvert á að ferðast. Hver myndi sætta sig við það? Ekki þeir og því leggja þeir mikið á sig til að vera óháðir og lifa sínu lífi án þess að hóp­ur fólks sé með nefið ofan í þeirra mál­um. Þeir stunda líka vinnu en þeir fá ekk­ert fyr­ir hana þar sem stjórn­völd taka nán­ast hverja krónu til baka vegna regl­unn­ar um krónu-á -móti-krónu-skerðingu. Hver sætt­ir sig við launa­lausa vinnu?

Eiga ekki sama rétt og aðrir

Þeim er líka gert að greiða í líf­eyr­is­sjóð en eiga þó ekki sama rétt úr þeim og aðrir. Af hverju? Jú, ef þú slasast á starfsævi þinni og verður að hætta að vinna færðu ekki bara ör­orku frá Trygg­inga­stofn­un held­ur einnig úr líf­eyr­is­sjóði þínum. Greiðslurn­ar úr þeim sjóði miðast við að bæta þér upp það tekjutap sem þú verður fyr­ir vegna slyss­ins. En strák­arn­ir mín­ir fá ekki krónu úr sín­um sjóði því regl­urn­ar eru þannig að þú færð greitt úr sjóðnum miðað við þær tekj­ur sem þú hafðir áður en þú ferð á ör­orku. Þar sem þeir eru fædd­ir svona er vita­skuld ekki um nein­ar tekj­ur að ræða fyr­ir ör­orku. Það þýðir að þeir öðlast aldrei sama rétt til greiðslna og aðrir en þurfa samt að greiða í sjóðinn af öll­um sín­um laun­um. Þykir þetta í lagi?

En er yf­ir­höfuð eitt­hvert ör­yggi í því að greiða í líf­eyr­is­sjóð? Nei, ekki hvað ör­orku varðar. Því skyldi eng­inn halda að hann sé „tryggður“ ef hann slasast eða veikist.

Ég á nefni­lega líka eig­in­mann sem hef­ur þrælað og stritað alla sína ævi. Hann varð fyr­ir því að slasast í vinn­unni og fékk svo krabba­mein í ofanálag. Við héld­um að þar sem hann hafði alltaf greitt í líf­eyr­is­sjóð þá myndi þetta allt sleppa fjár­hags­lega (þið munið regl­una um að líf­eyr­is­sjóðir bæti þér upp tekjutapið). Þegar ljóst var að hann færi ekki aft­ur á vinnu­markaðinn var sótt um í líf­eyr­is­sjóði aft­ur­virkt um eitt ár. Urðum við mjög glöð þegar þar skilaði sér um 1,1 millj­ón kr. fyr­ir eitt ár, takk kær­lega.

Næsta ár brá okk­ur held­ur bet­ur í brún því Trygg­inga­stofn­un krafði bónd­ann um rúm­ar 900.000 kr. vegna of­greiðslu ör­orku­bóta. Það var vegna þess að hann hafði svo mikl­ar tekj­ur, þ.e. þess­ar 1.100.000 kr. úr líf­eyr­is­sjóðnum. Þó voru það bara greiðslur sem voru, eins og lög gera ráð fyr­ir, til að bæta upp það tekjutap sem hann hafði orðið fyr­ir vegna slyss og veik­inda. En þetta tók Trygg­inga­stofn­un nán­ast allt aft­ur til sín. Hin svo­kallaða eign í líf­eyr­is­sjóði skilaði því í raun engu nema sár­ind­um og reiði og gríðarlegu álagi á fjöl­skyld­una. Undr­ast nokk­ur að ég sé reið?

Starfs­getumatið marg­um­talaða ger­ir reiðina enn meiri, því matið er svo vit­laust að hver sem hef­ur „fulla fimm“ ætti að sjá það. En inn­an stjórn­sýslu og þings­ins virðast fáir hafa all­ar fimm­urn­ar, miðað við verk­in þeirra.

Það er al­veg krist­al­tært að hver sá sem mæl­ir með þessu mati hef­ur ekki glóru­hug­mynd um líf ör­yrkja og hvorki hæfi­leika né vilja til að setja sig inn í þær aðstæður. Þeim sem mæla með þessu mati býð ég að hitta mig og ræða við mig og mína augliti til auglits því það væri allt of langt mál að rök­styðja það hér í lit­um grein­ar­stúf. Ég er hins veg­ar viss um að ekk­ert ykk­ar hef­ur í raun áhuga á að vita meira, því þetta snýst jú allt um pen­inga hvað ykk­ur varðar. Og ekki reyna að segja mér að þeir pen­ing­ar séu ekki til.

Það er líka með ólík­ind­um, eins og ég hef áður sett í slíka grein, að fólk með fulla starfs­getu skuli ekki sjá sóma sinn í að styðja kröf­ur ör­yrkja held­ur láta eins og því komi þetta ekki við. Hvað ger­ist ef fólk miss­ir heils­una? Er það til í að hafa þær tekj­ur sem hér að ofan grein­ir?

Er eitt­hvert ljós fram und­an? Lítið, en þó… Ljósið þessa dag­ana er að verka­lýðsfé­lög­in eru aðeins far­in að taka und­ir með þess­um hópi ein­stak­linga sem verst stend­ur. Rödd­in þaðan mætti þó vera sterk­ari og hefði löngu átt að vera orðin mun há­vær­ari.

Katrín, Bjarni og Sig­urður, skammist til að standa við gef­in lof­orð og af­nemið strax krónu-á-móti-krónu-skerðinguna. Það væri a.m.k. góð byrj­un, eða segið af ykk­ur ella. Þetta geng­ur ein­fald­lega ekki leng­ur.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: