- Advertisement -

Davíð og Stóra bóla Framsóknar

Stjórnmál „Þeir sem helst þykjast eiga að ráða því hvað megi ræða um í íslensku samfélagi náðu ekki í upp í nef sér út af umræðunabba sem þeir sjálfir gerðu að Stóru bólu tvær síðustu vikurnar fyrir kosningarnar,“ þetta stendur í Reykjavíkurbréfi í Morgunblaði morgundagsins. Hér er gengið út frá því að höfundurinn sé Davíð Oddsson. Í Reykjavíkurbréfinu er tekið til varna fyrir Framsóknarflokkinn og í Staksteinum dagsins í dag er tekið til varna fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Eins er skotið að þeim sem gagnrýnt hafa Framsóknarflokkinn, einkum að þeim sem gagnrýnt hafa kosningabaráttu hans í Reykjavík.

Skoðum Reykjavíkurbréfið fyrst. Þar bendir Davíð réttilega á að flugvallarmálið gekk ekki upp sem kosningamál.

 Eru allir réttrúnaðarmenn í sumarleyfi?

Höfundur fjallar einnig um moskumálið og gagnrýnendur flokksins, og segir: „Þeir bjuggu til rasíska umræðu af ógeðfelldu tagi, þar em engin var fyrir. Ríkisútvarpið, sem sýnir jafnan á spilin sín, asnaðist af afli með í þennan ys og þys út af engu. Tryggðu þessu viðbrögð Framsóknarflokknum tvo borgarfulltrúa í borgarstjórn. Rykdustun af moskumálinu hefði aldrei dugað til slíks árangurs án hjálpar hinna sannfærðu hrópenda réttrúnaðarkirkjunnar.“

Talsvert er fjallað um viðhorf hér og erlendis til innflytejnda. Og þar segir meðal annars: „Ef ekki má ræða það er auðvitað best að hafa alla innflytjendur undir sama hatti. Hættan er sú að þegar að bann æðstu klerka réttrúnaðarkirkjunnar gegn opinberri umræðu loksins springur geri umræðan sem áður var svo þörf, meira ógagn en gagn og öfgarnar yfirtaki hana. Ragnheiður Kolka segir í eftirtektarverði grein í síðasta hefti Þjóðmála: „Nú er svo komið að innflytjendavandamál eru að vaxa flestum vestrænum þjóðum yfir höfuð.“ Þetta vita flestir sem fylgjast með. En það er samt merkilegt að þetta sé sagt upphátt og þaðí íslensku tímariti. Eru allir réttrúnaðarmenn í sumarleyfi? Af hverju hrópar enginn þeirra „ómerkilega rasistakerling,“, sem þeim þykir boðleg röksemd, nema þegar þeir eru staðnir að verki.“

Þannig endar Reykjavíkurbréf morgundagsins.

 Sjálfkrafa ófaglegt ef ráðherra velur?

Og þá að styrkveitingum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, athugasemdir Ríkisendurskopunar við þær og svo athugasemdir við athugasemdir þeirra sem finnst ráðherrann hafa farið af sporinu. Til þessa alls eru Staksteinar dagsins notaðir.

Þeir byrja svona: „Einföld en brýn mál hafa tafist úr hömlu hjá Ríkisendurskoðun og nú er komið í ljós að stofnunin hefur verið önnum kafin við mál sem hún telur að þoli enga bið. Ríkisendurskoðun gagnrýnir styrkveitingar forsætisráðherra í fyrra og hvetur ráðuneytið til að „setja sér skýrar verklagsreglur um styrkveitingar“.“

Enn og aftur fær fréttastofa Ríkisútvarpsins einn á nebbann. „Svo stíga aðrir fram að undirlagi fréttstofu Ríkisútvarpsins, taka undir gagnrýnina og telja nú sannað að gagnsæi hafi skort við val á styrkþegum. Þetta mál sýni að nauðsynlegt sé að beita „faglegum“ aðferðum við styrkveitingarnar.“

Höfundur Staksteina segir að í skýrslu Ríkisendurskoðunar komi, að vísu, fram að styrkirnir hafi verið veittir að fengnum umsögnum frá stofnunum ráðuneytisins og ekki er augljóst hvað var ófaglegt við styrkveitingarnar.

„Nema að vísu menn trúi því að allt sé faglegt sem sérstakar valnefndir velji en hitt sjálfkrafa ófaglegt sem ráðherrar velji.

Munurinn er þó sá að ráðherrann þarf á fjögurra ára fresti að mæta kjósendum og verður því að gæta sín, en valnefndirnar búa ekki við neitt slíkt aðhald. Enda eru slíkar nefndir engin trygging fyrir því að val sé gagnsætt eða faglegt.

Eða hvernig var til dæmis gagnsæið þegar valinn var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringinn fyrr á árinu? Fékkst mikill rökstuðningur eða samanburður við aðrar hugmyndir sem settar voru fram?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: