- Advertisement -

Sósíalistaflokkurinn á erindi í næstu þingkosningar

Gunnar Smári Egilsson.

Gunnar Smári skrifar: Samkvæmt þessari frétti af skoðanakönnun Gallup í desember skiptist fylgi Sósíalistaflokksins svona eftir kjördæmum:

Reykjavík norður: 5,9%
Suðurkjördæmi: 4,0%
Reykjavík suður: 3,5%
Norðvesturkjördæmi: 2,7%
Suðvestur (Kraginn) 2,2%
Norðvesturkjördæmi: 2,0%

Flokkurinn væri næst því að ná inn kjördæmakjörnum manni í Reykjavík norður ef þetta yrðu úrslit kosninganna. Miðað við kjörsókn 2017 fengi flokkurinn um 2120 atkvæði í Reykjavík norður (5,9%) en þyrfti 348 til viðbótar (6,9%) til að fella út þriðja þingmann Samfylkingarinnar í kjördæminu.

Sósíalistaflokkurinn er minni en allir þingflokkarnir á landsvísu en stærri en Framsókn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins í Reykjavík norður og stærri en Viðreisn í Norðaustri.

En þar sem úrtakið er smátt er svona sundurliðun aðeins samkvæmisleikur. Það er hins vegar ljóst að Sósíalistaflokkurinn á erindi í næstu þingkosningar. Flokkurinn hefur ekki boðið fram til þings, ekki tilkynnt um slíkt framboð og ekki tilgreint hvernig að því yrði staðið. Samt mælist hann vel og betur en flest ný framboð við sína fyrstu mælingu í könnun (Píratar mældust 0,7% fyrst). Og þrátt fyrir að vera sterkastur í Reykjavíkurkjördæmi norður (sem er í takt við félagatal flokksins) mælist flokkurinn um allt land (enda eru félagar í flokknum af öllu landinu).


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: