- Advertisement -

„Vinstrimenn á Íslandi dansa lítt meðvitaðir með nýfrjálshyggjunni“

Eimreiðarhópurinn. „HHG og skoðanabræður hans úr Eimreiðarhópnum geta litið glaðir um öxl til árangurs sín. Þeir fengu það sem þeir vildu. Um leið komast þeir hjá að horfa raunsæir fram á við.“

Ragnar Önundarson skrifar: Arfleifð Reagans, Thatchers, Hayeks, von Mises og Friedmans er allsráðandi í veröldinni. Múrinn féll og sjálfur kommúnisminn með. HHG hefur verið boðberi grundvallarsjónarmiða nýfrjálshyggjunnar hér á landi. Þar sem mannfjöldinn er mestur og menn ná ekki utan um það verkefni að huga að velferð hvers og eins, hefur reynst skást, til skemmri tíma litið, að knýja fram hagvöxt og hámarka efnahagslega stöðu heildarinnar. Risavaxin vandamál því tengd bíða handan við hornið. HHG og skoðanabræður hans úr Eimreiðarhópnum geta litið glaðir um öxl til árangurs sín. Þeir fengu það sem þeir vildu. Um leið komast þeir hjá að horfa raunsæir fram á við.

Vinstrimenn á Íslandi dansa lítt meðvitaðir með nýfrjálshyggjunni, vanrækja að vakta húsnæðismálin og henda unga fólkinu í gin (k)verktaka sem hirða 50-100% álagningu í ljósi skortsins, sem vanræksla þeirra og afskiptaleysi gerir mögulega. Vinstrimenn láta líka tekjutengingarnar afskiptalausar og fela Sjstfl. einræði í ríkisfjármálum. Öldruðum fjölgar ört og verða æ hærra hlutfall af heildinni. Ekki verður séð að félagshyggjuflokkar séu með fullri meðvitund um afleiðingar þess. Húsnæðismál eldri borgara þarf líka að vakta. Eldri borgarar eru núna að upplifa gríðarleg vonbrigði í lífeyrismálum, brostnar vonir um að skylduaðild að lífeyrissjóðum mundi tryggja þeim áhyggjulaust ævikvöld. Vinstri menn „hausnum við steininn“ í heilbrigðismálum og reyna að reka tekjulaust kerfi, sem þar með verður alltaf baggi á ríkissjóði. Göran Person, kratinn sænski, breytti þessu í Svíþjóð fyrir 25 árum, af því að það gekk ekki upp.

Okkar samfélag var eitthvert mesta jafnaðarsamfélag veraldar þegar við, sem nú erum á efri árum, vorum ung. Það er að breytast. Sjálfumglaðir stjórnmálamenn allra flokka hafa látið „reka á reiðanum“ – laissez faire.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Skrifin eru fengin á Facebooksíðu Ragnars.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: