- Advertisement -

Stórstígar framfarir í kjarabótum láglaunafólks

Bjarni furðar sig stund­um á því hversu hóg­vær verka­lýðshreyf­ing­in og sam­tök líf­eyr­isþega eru, þegar kem­ur að því að meta ýms­ar þær um­bæt­ur gerðar hafa verið síðustu árin.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar grein í Tímamót Moggans, sem komu út í morgun. Hann skrifar meðal annars:

Ég furða mig stund­um á því hversu hóg­vær verka­lýðshreyf­ing­in og sam­tök líf­eyr­isþega eru, þegar kem­ur að því að meta ýms­ar þær um­bæt­ur gerðar hafa verið síðustu árin. Vel­ferðarnetið hef­ur verið styrkt svo um mun­ar, kaup­mátt­ur bóta al­manna­trygg­inga auk­ist veru­lega og þegar litið er til kjara­bóta þeirra sem lægst hafa laun­in hafa orðið stór­stíg­ar fram­far­ir, en svo dæmi sé tekið hækkuðu lág­marks­laun á þriggja ára tíma­bili um rúm 22% sam­kvæmt samn­ing­um milli VR og SA. Áhersl­an á að bæta kjör þeirra sem minnst hafa hef­ur verið rík und­an­far­in ár. Af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar má sjá þess­ar sömu áhersl­ur í ákvörðunum um hækk­un at­vinnu­leys­is­bóta og hærri barna­bót­um þannig að þær nýt­ist þeim tekju­lægstu best, en einnig má nefna verk­efni frá fyrri árum sem hafa verið sett af stað vegna stöðunn­ar á hús­næðismarkaði, til að hvetja til ný­bygg­inga, auðvelda fyrstu kaup m.a. með lækk­un stimp­il­gjalda að ógleymdu sér­eign­ar­sparnaðarúr­ræðinu, sem nú hef­ur verið gert var­an­legt, þar sem þegar hafa runnið rúm­lega 50 millj­arðar króna, skatt­frjálst, til að létta byrði íbúðar­eig­enda vegna hús­næðis­kostnaðar.

„…kaup­mátt­ur bóta al­manna­trygg­inga auk­ist veru­lega og þegar litið er til kjara­bóta þeirra sem lægst hafa laun­in hafa orðið stór­stíg­ar fram­far­ir…“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: