Það var líf í Vinnuskúrnum hjá Gunnari Smára á Útvarpi Sögu í gær. Gestir hans voru Sólveig Anna Jónsdóttir, Ragnar Þór Ingólfsson, Vilhjálmur Birgisson og Heiðveig María Einarsdóttir.
Þau töluðu meðal annars um orð og efndir stjórnmálamanna og meðal annars sögðu þau þörf á að auglýsa eftir þeirri Karínu Jakobsdóttur sem sagði á árinu 2015: „Það þarf ríkisstjórn sem vill byggja upp háskólastarfsemi og rannsóknir, nýsköpun og þekkingariðnað, tryggir öllum menntun við hæfi og gjaldfrjálst opinbert heilbrigðiskerfi þannig að tekjulágt fólk þurfi ekki, í þessu ríka landi sem við búum á, að fresta því að sækja sér nauðsynlega heilbrigðisþjónustu.“
Og þetta: „Ríkisstjórn sem tryggir aukin völd almennings og horfist í augu við kröfuna um aukna þátttöku almennings í öllum ákvörðunum.“
Vilhjálmur sagði stjórnmálafólk stunda fordæmalausar lygar og blekkingar.
Hér er hægt að hlusta á seinni hluta þáttarins. Margt athyglisvert kom fram hjá gestum Gunnar Smára.