Menning Fjölbreytt dagskrá verður á Kammertónleikum á Kirkjubæjarklaustri – Sönghátíð og tónlistarsmiðju fyrir börn, sem nú er haldin í 24. sinn, helgina 27. til 29. júní 2014. Dagskráin er hér að neðan.
Föstudaginn 27. júní kl. 21:00
Fjölskylduhljómsveitin Spilmenn Ríkínís flytur íslenska þjóðlagatónlist úr safni Bjarna Þorsteinssonar, útsetta af hópnum, og tónlist úr íslenskum handritum frá 11. öld. Hljómsveitin leikur á hljóðfæri sem heimildir eru um að hafi verið til hér á landi á þessum tíma.
Laugardaginn 28. júní kl. 17:00
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Dúo Roncesvalles flytja spænsk lög fyrir rödd, fiðlu og gítar af nýútkomnum geisladiski, Secretos quiero descuvrir. Tríóið hefur komið fram á tónlistarhátíðum á Spáni, Bretlandi og í Þýskalandi og mun frumflytja nýtt verk eftir staðartónskáld hátíðarinnar í ár, Þóru Marteinsdóttur, við ljóð eftir Halldór Laxness.
Sunnudaginn 29. júní kl. 15:00
Hljómeyki, undir stjórn Mörtu Guðrúnar Halldórsdóttur, syngur gamla og nýja íslenska og erlenda kórtónlist, en kórinn heldur upp á 40 ára starfsafmæli árið 2014.
Tónlistarsmiðja Gunnars Ben
Helgina 28. – 29. júní verður boðið upp á spennandi, menntandi og skemmtilega tónlistarsmiðju fyrir 5-12 ára börn. Þau munu fara í tónlistarleiki, spinna og taka svo þátt í tónleikum með tónlistarmönnum Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri sunnudaginn 29. júní. Stjórnandi er Gunnar Ben úr Skálmöld.
Þátttaka í tónlistarsmiðjunni er ókeypis. Skráning fer fram í netfanginu kammertonleikar@gmail.com
Allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni; http://