Hörður Ægisson, fremsti leiðarahöfundur Fréttablaðsins, segir almenning hafi orðið vitni að því að gengi krónunnar hafi fallið og verðbólga aukist.
„Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur réttilega bent á að „róttækni í orðum“ geti „hæglega orðið til þess að krónan veikist enn meira í vetur.“ Sem hann segir bitna helst á almenningi.
Hörður segir forystufólk Eflingar og VR geti verið ósammála að málflutningur þess hafi fellt krónuna, án þess að færa fyrir því nein efnisleg rök; „…en það breytir engu um staðreyndir málsins – heldur opinberar aðeins innantómt lýðskrumið sem þau standa fyrir.“
Sú krafa er ekki gerð til Gylfa hagfræðings.
-sme