- Advertisement -

Einkvæni eða fjölkvæni á Íslandi

- kirkjan í baráttu við sýslumenn um hjónavígslur.

Mogginn hefur tvo daga í röð fjallað um hversu margt fólk kýs frekar að giftast hjá sýslumanni en í kirkjum. Grafið hér til hliðar er fengið úr Mogganum.

Þessi tilvitnun í Moggann er sérlega eftirtektarverð:

„Sam­kvæmt töl­um frá Þjóðskrá Íslands er ág­úst­mánuður stærsti ein­staki mánuður­inn í þessu til­liti en alls stofnuðu 714 ein­stak­ling­ar til hjú­skap­ar í ág­úst í sum­ar. Júlí og júní koma næst­ir, en þá stigu 586 og 501 ein­stak­ling­ur þessi skref. Svipaða sögu er að segja frá síðasta ári, en þá var júlí lang­vin­sæl­ast­ur er 802 ein­stak­ling­ar giftu sig. Í ág­úst voru þeir 532 og 500 í júní.“

Þarna segir meðal annars að 501 einstaklingur hafi gengið í hjónaband. Þar sem tveir ganga aldrei upp í 501 er ljóst, samkvæmt Mogganum, að annað hvort hafi einhver gifst sjálfum sér eða að þrír eða kannski fimm hafi gengið í hjónaband.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Hjóna­vígsl­ur eru mun fleiri yfir sum­ar­mánuðina held­ur en að hausti og vetri. Kirkj­an nýt­ur mik­illa vin­sælda til sumarbrúðkaupa, en að vetri hef­ur gift­ing­um hjá sýslu­manni fjölgað,“ segir í Mogganum.

Í Mogganum í gær var greint frá því að í októ­ber og nóv­em­ber síðastliðnum hefðu fleiri stigið þessi stóru skref hjá sýslu­manni held­ur en hjá presti.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: