Sólveig Anna skrifar: „Björn Jón Bragason er leiður yfir því að félagi Ragnar Þór sé með derring. En hann er ekki bara leiður, heldur líka lausnamiðaður í kjarasamningamálum; til að verja kaupmáttaraukninguna er best fyrir alla að hugleiða orð Jóns Sigurðssonar forseta sem birtust í Nýjum félagsritum árið 1841: „Kjör manna, stétta og þjóða eru svo samtvinnuð, að eins gagn er í rauninni allra gagn og eins skaði allra skaði“.
Já, krakkar mínir, þarna er þetta komið: Horfum til baka um næstum tvær aldir til þess tíma er Ísland var pre-industrial, land án alvöru þéttbýlis, land húsbænda og hjúa, því þar eru svörin og hver eru þau: Eitt fólk, ein þjóð, eitt land.
Ég sletti og bið þjóðtunguna innilegrar afsökunar:
You could not make this shit up.
Stundum líður mér eins og við séum að takast á við galin börn.
Og ég bið börn og galna afsökunar á því að vera að draga þau inn í þessi ólekkeru mál.“
Fengið af Facebooksíðu Sólveigar Önnu.