- Advertisement -

Landlæg kvenfyrirlitning á Alþingi

- segir Þorsteinn Víglundsson og hann vill skora á alla karla á þingi að taka höndum saman og stoppa kvenfyrirlitninguna.

Þorsteinn Víglundsson: „Þetta er ólíðandi og ég skora á alla karla á þingi að við tökum höndum saman um að segja: Nei. Hingað og ekki lengra. Þetta stoppar hér.“

„Svona orðræðu viljum við hvorki sjá líðast í stjórnmálunum né nokkurs staðar annars staðar. Við vitum auðvitað, ekki hvað síst einmitt í stjórnmálunum, að þetta er greinilega landlægt og þetta er ein af meginástæðum þess að konur endast að jafnaði mun skemur þar en karlar, þær mæta allt annarri og miklu vægðarlausari kvenfyrirlitningarumræðu á vettvangi stjórnmálanna,“ sagði Þorsteinn Víglundsson á Alþingi fyrrí dag.

„Þetta er ólíðandi og ég skora á alla karla á þingi að við tökum höndum saman um að segja: Nei. Hingað og ekki lengra. Þetta stoppar hér. Við getum ekki látið svona kvenfyrirlitningu, svona ótrúlegan, mann bara skortir orð til að lýsa þessu, líðast hér innan veggja Alþingis. Stopp, hingað og ekki lengra.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: