Hallgrímur Óskarsson skrifar: „Svona gera þeir sem eru ekki leiðtogar: Upp kemst að Sigmundur og félagar tuddast, búllíast, klæmast og niðurlægja samstarfsfólk. Þá er fréttaflutningurinn eina vandamálið af því þeir voru bara „að sitja saman á góðri stund og grínast… í léttum dúr“.
Trumpískt siðferði: Aldrei taka ábyrgð, aldrei sýna hluttekningu, hvorki samkennd né virðingu. Engin reisn eða tign og engin sómatilfinning, aðeins bölsóttast út í sendiboðann og reynt að breiða yfir og réttlæta gjörðina sjálfa. Maður sem sækist eftir völdum en sýnir firringu, yfirlæti, vanvirðingu og smán á hvorki að fá völd né vegtyllur.“