- Advertisement -

„…verði ekki látið bíða eftir réttlæti…“

Þorsteinn Sæmundsson spurði Katrínu Jakobsdóttir um hvort hún hygðist beita áhrifum sínum til að fjórir milljarðar, sem voru eyrnamerktir öryrkjum, komi til þeirra óskertir.

„Ríkisstjórnin kaus að mæta þessum hópi með kylfu og gulrót að vopni, gulrót sem felst í því að menn fái kjarabætur en kylfu sem gerir öryrkjum að gangast undir starfsgetumat áður en það er eiginlega tilbúið út af fyrir sig. Mig langar til þess að spyrja hæstvirtum forsætisráðherra hvort hún hyggist beita áhrifum sínum nú milli 2. og 3. umr. til þess að þær bætur sem búið var að lofa Öryrkjabandalaginu, þ.e. þessum fjórum milljörðum sem eru nota bene til, að þetta ágæta fólk sem berst við fátækt á hverjum degi verði ekki látið bíða eftir réttlæti enn um sinn heldur fái þessa fjóra milljarða inn í bætur nú þegar um áramótin,“ sagði Þorsteinn.

„Það er svo að þeir 4 milljarðar sem lagðir voru til í fjárlagafrumvarpinu voru eyrnamerktir kerfisbreytingum í þágu örorkulífeyrisþega. Ég hefði gjarnan viljað sjá þeirri vinnu lokið. Á þingmálaskrá var gert ráð fyrir frumvörpum um þau efni í október. Þau eru enn ekki komin fram, því miður, en ég vonast að sjálfsögðu til þess að þau komi sem fyrst fram,“ sagði Katrín meðal annars í svari sínu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: