„Hverjir af almannatenglum Sjálfstæðisflokksins eru ráðgjafar forystu Sjómannafélagsins? Friðjón R. Friðjónsson, Hallur Hallsson eða Einar Bárðar? Þetta er að verða eitt allsherjar meistaraverk. Sem ég ætla ekki að trufla, þessir menn mega stökkva í sjóinn mín vegna. En af hverju er ég að villa á mér heimildir þegar ég segist vera blaðamaður? Ég er búinn að vera blaðamaður síðan ég var rétt rúmlega unglingur. Hvernig vilja þessi sjálfstæðismenn að ég kynni mig? Sem Balsebúb?“
Þetta segir Gunnar Smári um framgöngu næsta formanns Sjómannafélags Íslands, þ.e. í Kastljóri gærkvöldsins.