Þegar nóvember er hálfnaður, eða svo gott sem, hefur ekki enn verið þannig veður hér á Spáni að þörf hafi verið til að spila í síðbuxum. Í dag var hitinn yfir 20 stig og sólin skein mest allan daginn.
Golfvellirnir eru frábærir og gróandinn eins og hann gerist bestur. Betra verður það varla.
Margt fólk frá norður og mið Evrópu ver vetrinum hér. Við höfum leikið golf við fólk frá Svíþjóð, Noregi, Belgíu, Hollandi, Sviss, Englandi og Wales, og eins frá Íslandi.
Flest það fólk sem við höfum spilað við síðustu daga er hér til lengri dvalar. Þar með hefur orðið sú breyting að mun færri leigja sér golfbíla. Fólk gengur vellina í blíðunni.
Við spilum mest á La Finca sem er mjög góður völlur. Vel er um hann hugsað og aldrei minna en tíu mínútur eru milli holla. Spilamennskan gengur því oftast nær eðlilega og við höfum aldrei verið lengur en 4,5 tíma að spila hringinn.
Það verður ekki sagt um alla velli hér. Meira um það síðar.