- Advertisement -

Launafólk, öryrkjar og eftirlaunafólk fá ekki stuðning frá þingmönnum

„Meginstraumsfjölmiðlar fjalla nær einvörðungu um kjara- og efnahagsmál út frá sjónarhorni fyrra hópsins, þeim sem telur réttlætanlegt að fólk vinni fulla vinnu án þess að eiga fyrir fæði og húsnæði.“

Gunnar Smári skrifar: Í grunninn skiptist afstaða stjórnmálaflokka, hagsmunasamtaka og almennings til kröfugerðar verkalýðsins í tvennt.

Öðrum megin eru þau sem telja stöðugleikann mikilvægasta markmiðið og til að halda honum þurfi að verja gengið og halda verðbólgunni niðri og greiða fólki laun svo það raski engu að ofantöldu.

Hinum megin eru þau sem telja mikilvægast að launafólk geti lifað af launum sínum og að laun hinna lægst launuðu skuli hækkuð upp fyrir hungurmörk, aðrir hækki ekki meira í launum í krónutölu til að auka ekki verðbólgu um of svo hún felli ekki gengið og raski stöðugleika efnahagslífsins um of.

Í fyrri hópnum eru hagsmunasamtök fyrirtækja og hinna ríku og það stjórnmála- og fjölmiðlafólk sem þau reka og eiga. Í seinni hópnum eru stéttarfélög verst launaða Enginn Alþingismaður hefur lýst yfir skilyrðislausum stuðningi við kröfur fólksins, samtök öryrkja og eftirlaunafólks.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Starfsgreinasambandsins, landssambands verslunarmanna og VR, þótt að baki henni séu 92 þúsund manns, meira en 1/3 hluti kjósenda. Meginstraumsfjölmiðlar fjalla nær einvörðungu um kjara- og efnahagsmál út frá sjónarhorni fyrra hópsins, þeim sem telur réttlætanlegt að fólk vinni fulla vinnu án þess að eiga fyrir fæði og húsnæði.

Þetta er undarlegt ástand. Við lifum innan samfélags sem er svo heltekið af trúarsetningum nýfrjálshyggjunnar að helstu stofnanir þess ráða ekki við þá hugmynd að fólkið sem vinnur erfiðustu störfin eigi að fá laun fyrir erfiði sitt sem dugi fyrir fæði og húsnæði. Að það sé ætíð grunnkrafan um réttlátt samfélag.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: