- Advertisement -

100 orð um svekkelsi

Meðan flestir Íslendingar standa hjá og undrast fíkniefnavandann, þá kviknað á perunni hjá þingmönnum, eða hjá þingmanni.

„Þetta viðtal vekur óhug, hvernig lífið gengur í myrkustu afkimum þjóðfélagsins,“ skrifar Ásmundur Friðriksson á Facebooksíðu sína. Ásmundur hafði lesið viðtal Moggans við séra Vigfús Bjarna sjúkrahússprest. Þar lýsti Vigfús reynslu fólks af hörðum fíkniefnaheimi og skelfilegri framgöngu handrukkarar.

Það er ekki seinna vænna að þingmenn sjái vandann. Hin nýja vitneskja þingmannsins varð til þess að hann  vill fá prestinn á þingnefndarfund. Væri ekki nær að fá fólk sem þekkir þetta á eigin skinni, eða er það fólk ekki nógu fínt fyrir þingið?

-sme

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: