- Advertisement -

SA flaggaði árvissum sveiflum

„Eng­in stór­kost­leg teikn á lofti hvað varðar Vinnu­mála­stofn­un um að sam­drátt­ur sé fram undan,“ segir forstjóri Vinnumálastofnunar.

SA birti könnun þar sem þeirra félagsmenn sögðust ætla að sega upp starfsfólki og sumir segjast þegar hafa sagt upp fólki. Fréttin varð að aðalfrétt Moggans.

Í Mogganum í dag klárar blaðið loks fréttina. Þá kemur fram að fréttin er engin frétt, hið mesta pínulítil frétt.

Í Mogganum segir: Giss­ur Pét­urs­son, for­stöðumaður Vinnu­mála­stofn­un­ar, seg­ir að Vinnu­mála­stofn­un hafi ekki orðið vör við upp­sagn­ir í þeim mæli sem fram kom í könn­un SA um upp­sagn­ir 3.100 starfs­manna fyr­ir­tækja inn­an SA síðustu 90 daga og áform­um um upp­sagn­ir 2.800 starfs­manna næstu 90 daga.

„Þetta fólk streym­ir ekki allt inn á at­vinnu­leys­is­skrá góðu heilli, þannig að fólk virðist vera að finna sér önn­ur störf eða er á upp­sagn­ar­fresti,“ seg­ir Giss­ur sem bend­ir á að það taki Vinnu­mála­stofn­un lengri tíma að finna fyr­ir upp­sögn­um en stofn­un­in myndi finna fyr­ir því ef ástandið væri að versna til muna. Enn sé mik­il eft­ir­spurn eft­ir fólki í bygg­ing­ar­vinnu og um­sókn­ir um at­vinnu­leyfi streymi inn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Við reikn­um al­veg með því að það geti fjölgað á at­vinnu­leys­is­skrá um nokk­ur hundruð manns líkt og ger­ist oft yfir hörðustu vetr­ar­mánuðina en ekki þúsund­ir. Vinnu­mála­stofn­un hef­ur ekki búið sig und­ir áfall á vinnu­markaði og það eru eng­in stór­kost­leg teikn á lofti hvað varðar Vinnu­mála­stofn­un um að sam­drátt­ur sé fram undan,“ seg­ir Giss­ur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: