- Advertisement -

Fortíð: Kærðir fyrir hótanir með haglabyssu

Fortíðin: Tveir menn hafa verið kærðir til Rannsóknarlögreglu ríkisins fyrir að hafa ógnað öðrum tveimur mönnum með skotvopnum og hótunum en atburður þessi átti sér stað á þjóðveginum upp á Þorskafjarðarheiði fyrir fáeinum dögum.

Helgi Daníelsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknarlögreglunni, vildi ekki tjá sig um efnisatriði málsins, en staðfesti að kæra þessi hefði borist.

Málavextir voru þeir, að því er fram kemur í kærunni, að tveir menn, þeir Sólmundur Einarsson og Rúnar Siggeirsson, vora síðdegis á ferð á þjóðveginum, áleiðis upp á Þorskafjarðarheiði. Sáu þeir til rjúpnaveiðimanna sem gengu; „eftir veginum og utan með brugðnar byssur og létu dólgslega við okkur þegar við ávörpuðum þá. Sögðu þeir okkur að fara af svæðinu hið‘ bráðasta,“ segir í kærunni.

Segjast þeir Sólmundur og Rúnar ekki hafa ansað þessu þar sem þeir hafi verið staddir á einni af þjóðbrautum landsins. Litlu ofar á heiðinni urðu þeir fyrir því að festa bílinn og þar sem þeir vora að reyna að losa hann bar þar að eiganda nærliggjandi jarðar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Það skipti engum togum að maðurinn ætlar að reka okkur af margnefndum þjóðvegi og til að undirstrika það hótar hann að gera bíl og allan útbúnað upptækan,“ segir í kærunni. Síðan segir að á meðan á þessum ógnarhótunum stóð, hafi samfylgdarmaður landeigandans staðið í um fjögurra metra fjarlægð með brugðna haglabyssu. „Og beinir hann allan tímann byssunni að okkur á mjög ógnandi hátt. Þegar við höfðum orð á þessum óviðeigandi, og vægast sagt uggvekjandi tilburðum mannsins, segir hann að byssan sé óhlaðin og er við förum fram á að hann opni byssuna, þá neitar hann að verða við þeirri málaleitan,“ segir í kæru þeirra Sólmundar og Rúnars.

Síðan segir í kærunni, að viðskiptum aðila hali síðan lokið með enn frekari hótunum af landeigandans hálfu enda þótt hvorki Rúnar né Sólmundur hafi sýnt nokkra tilburði í þá átt að ganga til rjúpna á svæðinu enda fóru þeir aldrei út af þjóðveginum.

Vegna áðurnefndrar framkomulandeigandans og þess, þar sem hann ógnaði þeim með skotvopni, hafi þeir ákveðið að kæra atburði þessa til rannsóknarlögreglunnar, í trausti þess „að hægt sé að ná fram rétti fólks þegar slíkir menn eiga í hlut,“ að því er segir í kærunni.

28. október 1987.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: