Hermann Guðmundsson forstjóri skrifar um kjaramálin á Facebook:
„Kjaramálin: nú standa fyrir dyrum samningar um kaup og kjör á almennum vinnumarkaði.
Annars vegar takast á sjónarmiðin um þá sem ekki hafa mannsæmandi framfærslu þrátt fyrir fulla atvinnu og hins vegar sjónarmiðin um að velta ekki svo miklum launahækkunum yfir á fyrirtækin að þau verði að keyra upp verðlag til að geta staðið í skilum.
Þessu til viðbótar þá hækka vextir sem leggjast á fyrirtækin og heimilin og á sama tíma veikist krónan sem aftur hækkar verðlag.
Að mínu mati væri réttast að þeir sem hafa það nokkuð gott, sem er stærsti hluti vinnumarkaðarins taki á sig þessa ábyrgð og semji um óbreytt kjör. Þannig myndast svigrúm til að bæta kjör þeirra sem minnst hafa.
Það er hin æpandi þögn hærra launuðu stéttana sem ég óttast mest. Það er hefð fyrir því að þeir láti ryðja leiðina fyrir sig.“