- Advertisement -

Borgarstjórn með andúð á séreignarstefnunni

Óli Björn Kárason.

Óli Björn skrifar grein í Moggann í dag, eins og hann gerir alla miðvikudaga. Í dag skrifar hann um húsnæði, leigu og séreignir.

„Það hef­ur lengi verið draum­ur sam­fé­lags­verk­fræðinga að breyta þjóðfé­lag­inu. Í framtíðar­heimi þeirra heyr­ir sér­eign­ar­stefn­an sög­unni til. All­ir eiga að búa í leigu­hús­næði,“ skrifar þingmaðurinn.

Martröð almennings

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Draum­ur­inn um land leiguliða er mar­tröð al­menn­ings. Í nýrri könn­un Íbúðalána­sjóðs kem­ur fram að aðeins 8% leigj­enda eru á leigu­markaði vegna þess að þeir vilja vera þar og 64% segj­ast leigja af nauðsyn, ekki löng­un. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Íbúðalána­sjóðs hafa aldrei jafn fáir verið á leigu­markaði af fús­um og frjáls­um vilja,“ segir á einum stað í greininni.

„Vegna þessa á sér­eign­ar­stefn­an und­ir högg að sækja. Og þess vegna er lítið hugað að leiðum til að lækka bygg­ing­ar­kostnað, s.s. með breyt­ing­um á bygg­ing­ar­reglu­gerðum, lækka marg­vís­leg gjöld sveit­ar­fé­laga, breyta lög­um um neyt­endalán eða beita nýj­um aðferðum við að aðstoða fólk að eign­ast eigið hús­næði,“ segir í greininni.

Lóðaskortur breytir samfélaginu

„Andúðin á sér­eign­ar­stefn­unni er hug­mynda­fræðileg­ur grunn­ur að stefnu Reykja­vík­ur­borg­ar í skipu­lags­mál­um. Nú er það ekki tal­in ein grunn­skylda borg­ar­yf­ir­valda að tryggja nægi­legt fram­boð á bygg­ing­ar­lóðum á hag­stæðu verði. Með lóðaskorti er verið að breyta sam­fé­lag­inu – sam­fé­lags­verk­fræðing­arn­ir hafa tekið völd­in.

Draum­ur­inn um land leiguliðanna kann að vera hand­an við hornið. Kostnaður­inn verður fyrst og síðast bor­inn af millistétt­inni og lág­launa­fólki. Grafið er und­an ann­arri meg­in­stoð eigna­mynd­un­ar launa­fólks – verðmæti eig­in hús­næðis.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: