Neytendur Hjá Landsbankanum falla tuttugu til þrjátíu prósent þeirra sem fara í greiðslumöt. Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri einstaklingsviðskipta hjá Landsbankanum, segir lánasöfn bankanna vera góð vegna harðari krafna um greiðslumöt og ólíkegra sé að neytendur steypi sér í skuldir sem þeir ráða ekki við.
Þetta kom fram í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
Þar var rætt um harðari kröfur á neytendur áður en þeir geta fengið lán til íbúðarkaupa, og eru kröfurnar oft þannig að þó greiðslur afborgana séu lægri en húsaleiga, stenst fólk ekki kröfurnar.
„Ég upplifi þetta nokkrum sinnum í viku, að mánaðarlegar afborganir af lánum eru jafnvel lægri en leiga, en við bætist að þegar menn eiga sitt húsnæði, þá kemur rekstrarkostnaður, fasteignagjöld, lögboðnar tryggingar og þar fram eftir götunum. En það er alveg rétt að í mörgum tilfellum líta þessi tilvik mjög sérkennilega út.
Helgi Teitur var spurður hvort neysluviðmiðin séu of há. „Það má endalaust deila um það. Þau eru tekin saman af velferðarráðuneytinu eftir vísindalegum aðferðum.“
Helgi Teitur sagi tvennskonar viðmiðtíðkast, dæmigerðviðmið og hins vegar grunnviðmið þar sem er reiknað með því sem fólk þarf að hafa til ráðstöfunar. „Ef ég man rétt eru grunnviðmiðin rétt tæpar 100 þúsund á einstaklinglinga á mánuði. Ég held að vandinn sé frekar sá að laun séu of lág en að viðmiðin séu röng, myndi ég halda.“
Næsta spurning var hvort þetta sé bundið í lög.
„Með gildistöku neytendalaga, fyrsta nóvember 2013, var lagður grunnur að nýrri hugsun í lánveitendum til neytenda. Ólíkt því sem tíðkast í Evrópu á þetta líka við um húsnæðislán hér á landi. Í kjölfar efnahagskreppunnar hefur þetta verið hert víða, við erum ekki ein að upplifa þetta.“
Helgi Teitur segir bankanna ekki mega slá af kröfunum, gera minni kröfur en reglugerðin segir til um. „Okkur er samt heimilt að lán þó viðkomandi standsit ekki greiðslumat, sé lánið tryggt með veði í fasteign. Og það gerum við oft, til dæmis ef fólk er að koma úr námi og stefnir í góðar tekjur og útlit sé á að viðkomandi geti staðið við skuldbindingarnar.“
Helgi Teitur segir greiðslumatið einnig vera gott fyrir neytendur, þeir geti með því séð eigin stöðu.
Það er árstíðarbundið hversu mörg lán eru veitt. Lánin skipta milljörðum í hverjum mánuði.