- Advertisement -

Vetur á Spáni: Morgunsólin er mætt

Vetur á Spáni: Við höfum tekið okkur vetrarsetu á Spáni. Leigðum okkur íbúð í hálft ár. Hér er enn sumar, hið minnsta betra, en sumar á Íslandi verður nokkru sinni.

Myndin er tekin af svölunum klukka átta í morgun að spönskum tíma, og sýnir þegar morgunsólin er koma að sér fyrir á björtum himni.

Annað er að hér er ódýrara að lifa. Kjörið er að bera saman leiguverð á íbúðum. Við leigjum íbúð með tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, þvottahúsi, góðu eldhúsi og rúmgóðri og fínni stofu. Fyrir þetta borgum við 750 evrur á mánuði, sem var rétt um 93 þúsund krónur á mánuði þegar samningurinn var gerður. Með falli krónunnar er leigan nú um tíu þúsund krónum hærri en hún var.

Kvöldverður fyrir tvö, til dæmis pizza eða pastaréttir, eitt vínglas og einn gosdrykkur, kostar oftast innan við tuttugu evrur og aldrei meira en 25 evrur. Það er að hámarki 3.500 krónur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Samanburðurinn er kannski aldrei réttur eða fullkominn. Hann hins vegar sýnir okkur hversu dýrt er að lifa heima.

Þó vera hér færði okkur bara hlýindin og sólina er tímanum vel varið.

Meira síðar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: