- Advertisement -

Þrælaeyjan Ísland: Vinnum lengstan vinnudag og eigum lengsta starfsævi

Mun fleiri eldri borgarar á vinnumarkaði hér en þekkist annars staðar.

„Íslensk­ir karl­ar eru 10,5 árum leng­ur í vinnu en karl­ar í Evr­ópu­sam­bands­lönd­um að meðaltali. Þá er starfsævi ís­lenskra karla um átta árum lengri en karla í hinum lönd­un­um á Norður­lönd­um. Íslensk­ar kon­ur eru tæp­lega 12 árum leng­ur á vinnu­markaði en kon­ur í Evr­ópu­sam­bands­lönd­um. Í sam­an­b­urði við hin lönd­in á Norður­lönd­um eru ís­lensk­ar kon­ur tæp­lega sjö árum leng­ur á vinnu­markaði en kon­ur á hinum lönd­un­um á Norður­lönd­um,“ seg­ir í rannsókn VR.

„Flest­ir Íslend­ing­ar byrja að vinna á sumr­in sem ung­ling­ar og marg­ir vinna með skóla. Þá er einnig þekkt að Íslend­ing­ar halda marg­ir áfram að vinna eft­ir að taka líf­eyr­is hefst. Sam­kvæmt töl­um Hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins er yfir þriðjung­ur elli­líf­eyr­isþega starf­andi á Íslandi. Tæp­ur helm­ing­ur seg­ist halda áfram að vinna til að hafa næg­ar tekj­ur en um 40% segj­ast halda áfram að vinna vegna ánægju í starfi, seg­ir í um­fjöll­un VR.“

Þetta þýðir að því er fram kem­ur í grein­inni að hvergi í Evr­ópu vinn­ur fólk jafn stór­an hluta æv­inn­ar og á Íslandi.

Starfsævi ís­lenskra karla er 48,8 ár. Ís­lensk­ar kon­ur eyða fleiri árum ævi sinn­ar í vinnu, eða 45,2 árum, en þeir karl­ar sem vinna lengst að ís­lensk­um karl­mönn­um und­an­skild­um. „Karl­ar frá Sviss eru á vinnu­markaði 44,9 ár að meðaltali og raðast beint á eft­ir ís­lensk­um körl­um, og á eft­ir ís­lensk­um kon­um.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: