- Advertisement -

Kröfur verkafólks síst og háar

„Yfirstéttin og últrahægrimenn hamast nú á móti þessum sanngjörnu kröfum.“

Björgvin Guðmundsson.

Björgvin Guðmundsson skrifar: Baráttan fram undan á vinnumarkaðnum er barátta um það hvort verkafólk eigi að geta lifað af lágmarkslaunum sínum. Það getur það ekki í dag, ekki frekar en lægst launuðu aldraðir og öryrkjar. Lágmarkslaun verkamanns eftir skatt eru í dag 235 þúsund kr. á mánuði.

Þetta eru hlægileg laun í þessu peningaþjóðfélagi, þar sem millistéttin hefur fengið mjög há laun undanfarin misseri og yfirstéttin hefur rakað til sín ofurlaunum og neitar að skila því sem hún fékk umfram eðlilega launaþróun.

Stefán Ólafsson, benti á það í erindi sínu á þingi ASÍ, að búið er að skerða kjör láglaunafólks mikið undanfarin ár, með skattatilfærslum, hækkun skatta um leið og skattar á hálaunafólk voru lækkaðir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Lægstu laun voru skattfrjáls 1988-1996 og þar á meðal lífeyrir, sem en nú er skattaður að fullu með 36,9% skatti á sama tíma og hátekjumaður greiðir aðeins 22% skatt af arði, leigu og söluhagnaði. Þetta er óþolandi misrétti.

Stefán benti einnig á, að dregið hefur verið úr húsnæðisstuðningi á sama tíma og húsnæði hefur stórhækkað í verði, bæði leiga og verð.

425 þús. kr. lágmarkslaun eftir 3 ár er síst of hátt og varla unnt að lifa sómasamlegu lífi af þeirri upphæð enda ekki nema 311 þús. kr. eftir á mánuði, þegar búið er að greiða skatt. Yfirstéttin og últrahægrimenn hamast nú á móti þessum sanngjörnu kröfum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: