Efling – stéttarfélag boðar til opins fundar í Gerðubergi laugardaginn 27. október næstkomandi um brotastarfsemi á íslenskum vinnumarkaði, þar með talið mansal og önnur gróf réttindabrot.
Kynningu flytur María Lóa Friðjónsdóttir, sérfræðingur í vinnustaðaeftirliti hjá ASÍ.
Að því búnu munu félagsmenn Eflingar sem lent hafa í kjarasamningabrotum segja frá reynslu sinni og að lokum er tekið við spurningum úr sal.
Stækkandi hópur fólks er berskjaldaður gagnvart brotum atvinnurekenda á réttindum og stéttarfélög þurfa í auknu mæli að glíma við brotastarfssemi af ólíkum toga.
Kerfisbundinn launaþjófnað, vinnumansal, undirboð á vinnumarkaði, kennitöluflakk og svarta atvinnustarfssemi er meðal þeirra alvarlegu brota sem koma upp daglega.
Slík brotastarfsemi grefur undan heilbrigðum vinnumarkaði og grunnstoðum samfélagsins og felur í sér kúgun sem leiðir til fátæktar og aukinnar misskiptingar.
Til að setja hlutina í samhengi þá vantar milljónir eða milljarða í þjóðarkassann vegna þeirra sem svindla!
Það tapa allir á undirboðum og svartri atvinnustarfsemi á vinnumarkaði nema svindlararnir!
Kynningu flytur María Lóa Friðjónsdóttir, sérfræðingur í vinnustaðaeftirliti hjá ASÍ.
Að því búnu munu félagsmenn Eflingar sem lent hafa í kjarasamningabrotum segja frá reynslu sinni og að lokum er tekið við spurningum úr sal.
Túlkað verður milli ensku og íslensku á skjá meðan á fundi stendur og nálgast má streymi beint á Facebook síðu Eflingar.
https://www.facebook.com/events/1852752694846893/
Fundur er öllum opinn og boðið verður upp á köku og kaffi í lok fundar sem lýkur eigi síðar en klukkan 16:00.
Að venju er á okkar vegum ókeypis barnapössun í bókasafninu í Gerðubergi gegn skráningu á vef Eflingar.