Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður og öldrunarlæknir, er fyrsti flutningsmaður frumvarps um rétt fólks til að búa saman, þó annar makinn sé kominn á öldrunarstofnunum.
Í greinargerðinni segir t.d.:
Markmið frumvarpsins er að gera fólki mögulegt að búa áfram með maka sínum sem hefur af heilsufarsástæðum þurft að flytjast á heimili sem krefst færni- og heilsumats til búsetu. Með samþykkt frumvarpsins yrði ekki lengur áskilið að heilbrigður eða heilbrigðari maki byggi annars staðar en hinn veikari. Frumvarpinu er þannig ætlað að koma í veg þvinguð sambúðarslit fyrir þvinguð sambúðarslit.
Samkvæmt gildandi lögum getur enginn búið á hjúkrunar- eða dvalarheimili án undangengins færni- og heilsumats. Þess vegna er nauðsynlegt að veita sérstaka undanþágu frá því ákvæði vegna búsetu maka og er gert ráð fyrir því í frumvarpinu.
Einnig er nauðsynlegt að gera í lögunum ráð fyrir því hvernig staðið skuli að þessu auk þess sem til þurfa að koma reglugerðarákvæði um búsetuna, þ.m.t. aðgengi að þjónustu, kostnað, réttindi, skyldur og fleira. Þar sem nauðsynlegt er að ekki sé um skilgreinda varanlega búsetu að ræða er mikilvægt að einnig sé gert ráð fyrir að sambúðarmakinn eigi lögheimili annars staðar en á viðkomandi dvalar- eða hjúkrunarheimili.
Flutningsmenn ásamt Ólafi Þór eru; Ari Trausti Guðmundsson, Ingibjörg Þórðardóttir, Guðjón S. Brjánsson, Helgi Hrafn Gunnarsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Lilja Rafney Magnúsdóttir.