- Advertisement -

Flokksráðið ræddi innflytjendaandúð

Stjórnmál Flokksráð Vinstri grænna tók mörg mál fyrir á fundi sínum um helgina. Meðal þess sem var rætt var fjölmenning. Þar á meðal um aðgerðir gegn innflytjendaandúð hugmyndir um að auka aðgengi nýbúa að menntun og annarri þjónustu.

Talað var um að þróa ný verkfæri til að auka þátttöku almennings í allri ákvarðanatöku. Mikilvægt væri að þróa nýjar leiðir til að efla lýðræði, ekki aðeins í stjórnmálum heldur líka á öðrum vettvangi; ekki síst innan atvinnulífsins og því væri mikilvægt að skapa farvegi fyrir lýðræðisleg fyrirtæki.

Umhverfismál voru greinilega fyrirferðarmikil á fundinum. Talað var um nauðsyn þess að vera leiðandi afl í loftslagsmáum hér eftir sem hingað til. ”Umhverfisvernd sé ekki andstæða atvinnuuppbyggingar heldur þurfi að byggja upp umhverfisvænt atvinnulíf. Einnig var fjallað um mikilvægi þess að leggja áherslu á loftslagsbreytingar í öllu alþjóðastarfi,” segir í fundargerð.

Þá var talað um styttingu vinnuvikunnar sem mikilvægt langtímamarkmið til að auka frítíma fólks og lífsgæði. Ræddar voru hugmyndir um  lágmarksframfærslu og skattkerfisbreytingar til að jafna tekjumun. Fleira var rætt, svo sem um grænan vöxt, samfélagsþróun og menntun. Ítrekuð var mikilvægi þess að hafa jöfnuð að leiðarljósi í atvinnustefnu og menntastefnu. Fjallað var um skapandi greinar í víðum skilningi í samhengi við menntastefnu þar sem allir geta lært án  kostnaðar. Talað var um mikilvægi þess að fólk hefði raunverulegt val um búsetu hvar sem er á landinu, og í því samhengi var minnt á mikilvægi almenningssamgangna um allt land sem  þyrfti að byggja upp á næsta áratug.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: