- Advertisement -

Jakob hættir við formannsframboð

Jakob S. Jónsson hefur dregið framboð sitt til formennsku í Neytendasamtökunum til baka. Áður hafði Guðmundur Hörður Guðmundsson hætt við formannsframboð. Enn eru fjórir frambjóðendur til formanns.

Þau eru; Guðjón Sigurbjartsson, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Breki Karlsson og Unnur Rán Reynisdóttir.

Jakob segist draga framboð sitt til baka af persónulegum ástæðum.

„Fyrir allnokkru var skorað á mig að gefa kost á mér til framboðs formanns Neytendasamtakanna og ákvað ég að verða við þeirri áskorun enda fann ég mikinn og víðtækan stuðning við framboð mitt. Neytendamál hafa lengi verið áhugamál mitt og ég sá fyrir mér að gaman yrði að vinna þeim málaflokki framgang í hlutverki formanns öflugra neytendasamtaka.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nú hafa þó veður skyndilega skipast þannig í lofti að ég sé þann einn kostinn í stöðunni að draga framboð mitt til baka og er það vissulega gert með eftirsjá en af óhjákvæmilegri nauðsyn.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: