Svo er að sjá sem taktgöngu meirihlutans í Reykjavík kunni að ljúka. Að á Þórdísi Lóa í Viðreisn, sem hingað til hefur gengið fullkomlega í takt við vilja þeirra flokka sem fyrir voru í meirihluta í borginni, og Viðreisn reisti við eftir kosningar, hafi runnið tvær grímur. Það er vegna braggans í Nauthólsvík.
Í Kastljósi í gærkvöld mátti sjá að Þórdísi Lóu er meira en nóg boðið. Hvernig Degi borgarstjóra tekst að tala hana og Pawel til, skýrist jafnvel í dag, þegar fundað verður í borgarráði. Jafnvel þá kemur í ljós hversu sterk eða veik Viðreisn er í raun.
Miðjan birti fyrstu fréttina um endurgerð Braggans og hversu mikið verkið hefur kostað.
Stjórnarandstaðan í Reykjavík er langtum harðari núna en hún hefur verið síðustu kjörtímabil. Það kallar á meiri átök milli meirihluta og minnihluta. Til þessa hefur meirihlutinn fellt öll mál minnihlutans. Í borgarstjórn stýrir Dagur höfnun málanna og meirihlutinn styður hann eindregið.
En verður breyting þar á núna og þá ekki síst vegna þeirra fáheyrðu, jafnvel einstöku, sjálftöku úr borgarsjóði, sem birtist í braggamálinu?
Víst er að spennan hleðst upp.
-sme
Nauthólsvíkurbragginn átti að kosta 158 milljónir en kostaði 400