- Advertisement -

„Við lifum í landi þingmannanna“

- „þar sem fátækt er ekki til. Í skugga frá vængjum gammanna þorum við að vera til.“

Í flugvél valdi ég að hlusta á Frelsi til sölu, plötu Bubba Morthens frá árinu 1986. Einu laganna var ég búinn að gleyma, Sló sló, heitir það. Við að hlusta á textann er nánast eins og hann hafi verið saminn í dag. Platan kom út árið 1986.

 

Á þingi er hann sló sló

og þénar plentí skæs.

Á kvöldin étur ró, ró

Þú gætir haft áhuga á þessum

af vellíðan hann blæs.

Hann þykir fríður maður

er kosinn út á það.

Enginn lýgur fallegri glaður

loforðin standa í stað.

 

Við lifum í landi þingmannanna

þar sem fátækt er ekki til.

Í skugga frá vængjum gammanna

þorum við að vera til.

 

Fjölmiðlar þeir virðast elsk‘ann

í sjónvarpi ber hann af.

Mæður okkar elsk’ann

hann hefur lært sitt fag.

Ekur um á töff bíl

fólkið fellir þann dóm

að hann hafi glæsilegri prófíl

en þeir fríðustu í Róm.

 

Orð hans hitta múginn

í laumi dáir forsetinn hann.

Þó alþýðan sé inn að beini rúin

er honum fyrirgefið, það er hann.

Líklega er honum sama þó þú sveltir

með skömmtunarseðilinn úti í búð.

Hendir í þig beini þegar þú geltir

þingmaðurinn býður upp á snúð.

 

Það er ekkert annað. Bubbi góður. En eflaust sjá ekki allar sama mann fyrir sér þegar textinn er lesinn. Ég veit hvern ég sé.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: