Ráðherrarnir Kristján Þór og Sigurður Ingi hafa komið auga á fólk sem á í vanda. Þeir hafa ekki séð, svo vitað séð, það fólk sem er á svo lágum lanum að því er lífsins ómögulegt að ná endum saman, ekki það fólk sem liggur veikt um langan tíma þar sem ekki er unnt að sinna því í aumu heilbrigðiskerfi þjóðarinnar.
Er ekki rétt að leita enn og aftur til Moggans. Þar segir í frétt:
„Fulltrúar loðdýrabænda hafa verið í viðræðum við stjórnvöld um vanda greinarinnar. Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir að hann og Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra byggðamála, hafi verið að ræða það hvort og þá hvernig hægt væri að bregðast við vandanum. Allt of snemmt sé að fullyrða um niðurstöðuna. Kristján getur þess að engar fjárheimildir séu í fjárlögum þessa árs sem hægt sé að grípa til í þessum tilgangi.“
Þetta er gott og vel og vonandi finna þeir félagar leið til að koma að gagni. Fólk, margt hvert, á í endalausum erfiðleikum, okurleigan hækkar taktfast, bætur hafa verið skertar og svo má halda áfram. En þeir félagar í ríkisstjórninni hafa opnað augun, en eru bara ekki víðsýnir. Meira úr Moggafréttinni:
„Sigurður Ingi vekur athygli á því að greinin er í fordæmalausum erfiðleikum. Verðsveiflan nú sé óvenjulega djúp og löng auk þess gengið hafi ýkt sveifluna á sama tíma og kostnaður hafi aukist hér innanlands. „Mér finnst það áhugavert við greinina sem stundum hefur skilað umtalsverðum gjaldeyristekjum að hún er að umbreyta úrgangi í gjaldeyri,“ segir Sigurður Ingi.“