„Vinstri menn með vitleysisleg stóyrði“
„...að fólk sem lengi hefur alið með sér biturð djúpt í skotgröfum sínum...“
Það hrekkir augljóslega Davíð Oddsson hversu lítið margur gefur fyrir samantekt Hannesar Hólmsteins. Svo djúpri fýlu er hann í að hann grípur enn og aftur til Icesave.
Gefum honum og Staksteinum hans orðið:
„Viðbrögð ýmissa vinstrimanna við skýrslu Félagsvísindastofnunar fyrir fjármálaráðherra, sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson tók saman, voru í senn dapurleg og fyrirsjáanleg.
Skýrslan hafði varla verið birt og því augljóslega alls ekki lesin, þegar þessir skríbentar, sem nær undantekningarlaust voru eldheitir stuðningsmenn þess að þjóðin hengdi á sig Icesave-skuldina, voru búnir að fella neikvæða dóma um skýrsluna, gjarnan með alls kyns vitleysislegum stóryrðum.“
Og svo bætir hann í: „En það var svo sem ekki við því að búast að fólk sem lengi hefur alið með sér biturð djúpt í skotgröfum sínum gæti fjallað efnislega um athyglisverðar upplýsingar.“
Nú er það svo að hver og einn ræður hvað hann gerir með samantekt sem þá sem Hannes Hólmsteinn fékk Bjarna til að borga á ríkins kostnað. Og auðvitað hefur áhrif hver vinnur verkið. Þar sem Sjálfstæðisflokkurinn var helsti gerandi, íslenskra stjórnmálaflokka í aðdraganda hrunsins og aðkoma hans að Seðlabankanum, gerir það að fólki er fullkomlega frjálst að efast um Hannesar til hlutleysis við samantektina. Það kemur Icesave ekkert við.
Davíð tekur saman helstu niðurstöður síns kæra vinar. Þær eru þessar:
„Í skýrslunni er sannarlega nóg af slíkum upplýsingum, til dæmis ummæli Mervyns King, fyrrverandi bankastjóra Englandsbanka, um að viðbrögð Breta gagnvart Íslandi hafi verið Bretum til minnkunar.
Annað athyglisvert sem má nefna er að Bretar hafi verið búnir að setja reglur sem bönnuðu útibúi Landsbankans í Lundúnum að flytja fé úr landi nema með skriflegu leyfi. Þess vegna hafi beiting hryðjuverkalaganna verið alveg óþörf út frá þeim rökum sem bresk stjórnvöld settu sjálf fram.“
Leyfum Davíð að spyrja hér í lokin:
„Hvernig stendur á því að ekki er hægt að ræða slíka hluti efnislega og taka upp málstað Íslands? Er það ekki mikilvægara en persónulegt skítkast?“