- Advertisement -

Fordómadaðri mætt af hörku

Stjæornmál„Fordómadaðri á að mæta af fullri hörku og má því segja að fulltrúar Framsóknar hafi sjálfir séð um að mála sig út í horn í borgarmálunum. Tilfellið er að það eru ekki allar skoðanir jafnréttháar. Sumar eru réttar og aðrar rangar,“ segir meðal annars í leiðara Fréttablaðsins í dag, en höfundur er Óli Kristjáns Ármannsson.

Óli Kristján fer góðum orðum um Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóra.

„Það er ekki út í bláinn sem talað hefur verið um Jón sem einn farsælasta borgarstjóra Reykjavíkur seinni ár. Hann fór fyrir samstarfi Besta flokks og Samfylkingar eftir að mikil ólga hafði einkennt borgarstjórnmálin árin þar á undan.“

Meginhluti leiðarans er hins vegar um Framsóknarflokkinn og stöðu borgarfulltrúa hans. Óli Kristján segir:

„Um leið er ekki óeðlilegt að Framsóknarflokkurinn hafi borið skarðan hlut frá borði í skipan í nefndir og ráð borgarinnar. Dagur B. Eggertsson, nýr borgarstjóri og oddviti Samfylkingar, sagði flokkinn réttilega ekki stjórntækan í ljósi umræðu sem fram hafi farið fyrir kosningar um moskur og innflytjendur.

Þá sagði S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, Framsókn hafa farið „yfir ákveðna línu“ og ekki komið til baka. „Boltinn er hjá þeim,“ sagði hann,“ stendur í leiðara Fréttablaðsins.

. „Þeir bara veðjuðu þá algjörlega á rangan hest,“ sagði Sveinbjörg Birna á rás 2.
. „Þeir bara veðjuðu þá algjörlega á rangan hest,“ sagði Sveinbjörg Birna á rás 2.

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sagði á rás 2 í gærmorgun að hún hafi ekki talað með nægilega ábyrgum hætti þegar hún sagðist á móti byggingu mosku. Um þá að margir kjósendur hafi fylgt henni eftir það sem hún sagði, sagði Sveinbjörg Birna. „Þeir bara veðjuðu þá algjörlega á rangan hest,“ segir Sveinbjörg.

Og um stöðu sína innan Framsóknarflokksins sagði hún:

„Ætli ég fái ekki brjálaðar skammir í hattinn og þurfi að standa fyrir máli mínu sem ég reyni nú að gera hvar sem ég fer og sýna iðrun og æðruleysi í þessu máli. Það virðist vera að fólk bíði bara eftir því að ég liggi bara og sleiki skóna hjá því sko.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: