- Advertisement -

Skammarleg meðferð á öryrkjum

Björgvin Guðmundsson.

Björgvin Guðmundsson skrifar: Frumvarp Halldóru Mogensen (P) um afnám krónu móti krónu skerðingar öryrkja var tekið til fyrstu umræðu á alþingi í gær. Halldóra fylgdi málinu úr hlaði og lét í ljós vonir um, að málið mundi að þessu sinn ná fram að ganga en málið var einnig flutt í fyrra.

Meðal þeirra, sem tóku þátt í umræðunni var Helga Vala Helgadóttir. Hún sagði, að Íslendingar hefðu búið við góðæri undanfarið og sagði, að Íslendingar væru mjög rík þjóð. Það væri því furðulegt ,að við slíkar aðstæður hefðu stjórnvöld valið að láta öryrkja líða fordæmalaust vegna krónu móti krónu skerðingar. Það væri verið að hvetja öryrkja til þess að vinna og halda námskeið og fleira til þess að auðvelda öryrkjum að vinna en síðan væri hver króna,sem þeir gætu unnið sér inn skert og tekin til baka.

Öryrkjar byggju því við skert lífsgæði. Lífeyrir öryrkja frá almannatryggingum væri skammarlega lágur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Frumvarpinu var vísað til velferðarnefndar.- Ég tek undir málflutning Helgu Völu og fagna því, að Halldóra Mogensen skuli flytja frumvarp um að afnema krónu móti krónu skerðinguna.  

Framkoma Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins við öryrkja í þessu máli síðasta tæpan 21 mánuð verður þessum flokkum til ævarandi skammar og óskiljanlegt er, að vinstri grænir (VG) hafi hjálpað þessum flokkum að viðhalda svikunum við öryrkja í þessu máli.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: