- Advertisement -

Ömurleg framganga Icelandir

Ákvörðun Icelandair er því aðför að kvennastétt og sýnir starfi flugfreyja og flugþjóna ótrúlega lítilsvirðingu og skilningsleysi.

„Svo sé ég ekki betur en að þetta stangist á við samkomulag um hlutastörf í kjarasamningum.“

„Það er ömurlegt að fylgjast með framgöngu Icelandair gagnvart flugfreyjum og flugþjónum þar sem þvinga á alla í fullt starf í hagræðingarskyni. Þetta er ótrúleg skammsýni og aðför að stétt sem er að stærstum hluta til skipuð konum. Svo sé ég ekki betur en að þetta stangist á við samkomulag um hlutastörf í kjarasamningum,“ skrifar Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.

„Að vinna á óreglulegum tímum er gríðarlegt álag og við það bætist að vera fjarri heimili langdvölum. Það skal því engan undra að flugfreyjur og flugþjónar kjósi að vinna hlutastörf til að hafa möguleika á að samræma vinnu og heimili. Fólk í vaktavinnu nýtur skertra lífsgæða og augu okkar hafa opnast fyrir því síðustu ár að það getur verið beinlínis heilsuspillandi að vinna óreglulega vinnutíma. Það er því nær að sækja fram fyrir þær stéttir sem vinna vaktavinnu og hafa verið háværar kröfur um að 80% vaktavinna sé ígildi 100% starfs. Þessar kröfur eru ekki úr lausu lofti gripnar. Ákvörðun Icelandair er því aðför að kvennastétt og sýnir starfi flugfreyja og flugþjóna ótrúlega lítilsvirðingu og skilningsleysi. Ég styð stéttina alla leið!“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: