- Advertisement -

Djöflist nú í þingmönnunum

Kjartan M. Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, er allsendis ósáttur með fjárlagafrumvarpið.

„Fyrstu fréttir innan úr fjárlagafrumvarpi 2019 hljóma ekki vel fyrir okkur Suðurnesjamenn, „ segir hann.

Segir mikið vanta upp á.

„Í fyrra fórum við í heilmikla greiningu á fjárveitingum ríkisins til sinna verkefna og stofnana hér á svæðinu og komumst að þeirri niðurstöðu að þar hallaði verulega á okkar svæði, sama hvert litið er. Fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar, Fjölbrautaskólans, Lögreglunnar, samgangna og fleiri verkefna ríkisins á hvern íbúa voru ekki aðeins lægri en á öðrum svæðum heldur var alls ekki tekið tillit til þeirrar gríðarlegu fólksfjölgunar sem er á svæðinu.

Greinilegt er að reynt var að hafa áhrif á ráðherrana.

„Við fjölmenntum í heimsóknir í fjölmörg ráðuneyti, hittum marga ráðherra (höfum þó enn ekki fengið fund með fjármálaráðherra), funduðum með þingmönnum o.s.frv. og í sendinefndinni voru forstöðumenn áðurnefndra ríkisstofnana s.s. skólameistari FS, lögreglustjórinn, forstjóri Heilbrigðisstofnunar og svo framvegis. Þessi vinna virðist því ekki enn hafa skilað sér. Það getur þó átt eftir að breytast því nú er þingið með frumvarpið í höndunum og mikilvægt að við þrýstum á þingmenn. Ég skora því á alla Suðurnesjamenn að djöflast nú í þingmönnum og gera þeim grein fyrir stöðunni.“

Unnið úr Facebookfærslu Kjartans.

Ásmundur Friðriksson þingmaður lofar að gera sitt: „Við munum leggja okkar að mörkum til að loforðin verði efnd. Fjárlögin eru nú til meðferðar í þinginu og fjárlaganefnd fram eftir hausti og við skulum sjá hverju þeir svara sem gáfu loforðin.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: