- Advertisement -

Þau fengu „leiðréttingu“ en ekki aldraðir

Ráðherrar fengu „leiðréttingu“ en ekki aldraðir Þing og stjórn byrjaði á að hækka eigin laun upp úr öllu valdi og setti laun þingmanna i 1,1 milljón fyrir skatt á mánuði og ráðherra í 1,8-2 millj. fyrir skatt fyrir utan mikil hlunnindi.

Björgvin Guðmundsson.

Björgvin Guðmundsson skrifar: Þegar kjararáð úrskurðaði ráðherrum, embættismönnum og fleiri ofurhækkanir launa var sú röksemd notuð, að þessir aðilar hefðu sætt frystingu launa og lækkun á krepputímanum eftir bankahrunið. Þessir menn voru þó allir með mjög góð laun þrátt fyrir lítils háttar skerðingu og áttu ekki í neinum erfiðleikum með að hafa ofan í sig að borða.

En það var annar hópur, sem sætti mikilli skerðingu í kreppunni, bæði frystingu launa, mikilli kjaragliðnun og beinni annarri skerðingu og hefur ekki fengið leiðréttingu allrar þessarar miklu skerðingar. Það eru aldraðir og öryrkjar. Þessir aðilar voru með svo slæm kjör fyrir, að þeir þoldu enga kjaraskerðingu til viðbótar.

Kjaragliðnun og bein kjaraskerðing, sem þessir aðilar urðu fyrir í kreppunni setti þá verst stöddu meðal þessara aðila við hungurmörk. Ef einhver manndómur hefði verið i þingi og ríkisstjórn hefði verið byrjað á að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja en nei: Þing og stjórn byrjaði á að hækka eigin laun upp úr öllu valdi og setti laun þingmanna i 1,1 milljón fyrir skatt á mánuði og ráðherra í 1,8-2 millj. fyrir skatt fyrir utan mikil hlunnindi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Lífeyrir aldraðra og öryrkja var hins vegar festur í rúmlega 200 þúsund á mánuði eftir skatt sem jafngildir því að stjórnmálastéttin segi, að þessir aðilar eigi að vera við hungurmörk á meðan hún sjálf veltir sér úr peningum og hlunnindum. Eru þeir, sem haga sér svona færir um að stjórna landinu? Ég segi nei.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: