- Advertisement -

Þurfum fleiri borgarstjórnarfundi

„Það er staðreynd að vinnuframlag kvenna hefur aldrei verið metið til jafns á við vinnuframlag karla. Það ætti að vera höfuðmarkmið femínismans að lyfta upp kjörum láglaunakevnna en því miður hefur það ekki verið raunin undanfarna áratugi.“

„Fyrir borgarstjórnarfund ætlaði ég mér að leggja fram tillögu um hækkun lægstu launa hjá Reykjavíkurborg en tillögunni ásamt öðrum málefnum var frestað í gær, þar sem við komumst ekki yfir allt. Með fleiri borgarfulltrúum nú en áður þá tel ég að við þurfum svo sannarlega að fjölga borgarstjórnarfundum, eða byrja þá fyrr,“ er mat Sönnu Magdalenu.

Miðjan greindi frá tillögu hennar í gær, og hana má lesa hér.

Ekki náð að eyrum stjórnvalda í borginni

Sanna hefur meira um þetta að segja:

Þú gætir haft áhuga á þessum
Sanna Magdalena: „Kúgun kvenna á sér margar birtingarmyndir og ein þeirra er láglaunastefna Reykjavíkurborgar.“

„Það er staðreynd að vinnuframlag ófaglærðra kvenna heldur leikskólum borgarinnar að miklu leyti uppi og ef það væri ekki fyrir þrotlausa elju þeirra, væri leikskólastarfsemi borgarinnar í molum. Kúgun kvenna á sér margar birtingarmyndir og ein þeirra er láglaunastefna Reykjavíkurborgar. Það er staðreynd að vinnuframlag kvenna hefur aldrei verið metið til jafns á við vinnuframlag karla. Það ætti að vera höfuðmarkmið femínismans að lyfta upp kjörum láglaunakevnna en því miður hefur það ekki verið raunin undanfarna áratugi. Hvítur millistéttar feminísmi hefur haft áhrif á borgarkerfið en róttækur femínismi, sem horfir á heiminn frá sjónarhorni hinna kúguðustu, hefur ekki náð að eyrum stjórnvalda í borginni. Með annari hendinni erum við að lyfta upp millistéttarkonum en með hinni að ýta láglaunakonum enn dýpra niður í fátækt, valdaleysi og bjargarleysi. Ríkjandi femísminn hefur verið of upptekin við að brjóta glerþök en gleymir því að margar konur eru pikk fastar í kjallaranum. Þar hefur verið litið fram hjá því hvernig uppruni og efnahagsleg staða kvenna mótar líf þeirra, en stórir hópar kvenna úr röðum innflytjenda vinna allra lægst launuðu störfin.“

Þarf hún að stöðva arðránið

„Ef Reykjavíkurborg vill virkilega kalla sig femíníska borg, þarf hún að stöðva arðránið á konum sem halda uppi leikskólum borgarinnar og öðrum félagslegum innviðum hennar með þrotlausri vinnu sinni. Það á að vera megin markmið okkar. Í borg sem telur sig setja jafnréttið á oddinn og vinna gegn hvers kyns ofbeldi; er viðbjóðslegt að horfa upp á konur glata andlegri heilsu þar sem þær eru kerfisbundið ýtt út á jaðar samfélagsins með grimmri láglaunastefnu, þangað sem þær hafa engin völd og njóta lítils af þeim gæðum sem meginþorri fólks telur sjálfsögð. Láglaunastefna borgarinnar er grimm og dregur úr eðlilegum lífskjörum. Þau sem eru á lágmarkslaunum hugsa alla daga um að komast af og njóta ekki lífsins áhyggjulaus. Hver mánuður byrjar á því að vita að launin sem skiluðu sér fyrir hundrað prósent starf duga ekki til framfærslu, duga ekki til að fólk geti haldið sér við, haldið heilsu til að sinna þessu starfi.“

„…er viðbjóðslegt að horfa upp á konur glata andlegri heilsu þar sem þær eru kerfisbundið ýtt út á jaðar samfélagsins með grimmri láglaunastefnu…“

Ef við höfum ekki siðferði

„Ef við höfum ekki siðferði til að hækka laun lægst launaða fólksins á leikskólum, ef það er í alvörunni ekki nógu sannfærandi röksemdarfærsla að fólk þurfi að geta framfleytt sér, snúum þessu þá við og spyrjum: Viljum við í alvörunni að börnin okkar séu í umsjón kvenna sem eru að fara yfirum af fjárhagsáhyggjum og þreytu sem stafar af því að starfa í tveimur til þremur vinnum? Fólk greiðir ekki reikninga með þeim starfstengdum hlunnindum sem er gert hátt undir höfði í kynningu um störf hjá leikskólunum. Og afsláttur af leikskólagjöldum er ekkert fyrir þá sem, eiga ekki börn á leikskóla. Þú nærist ekki á hlunnindum á við menningarkort og heilsuræktarstyrk sem starfsfólki leikskóla stendur til boða.“

Hækkum lægstu launin

„Þessi hlunnindi bæta ekki efnahagslega né félagslega stöðu láglaunakvenna. Viljum við í alvörunni draga hægt og rólega úr andlegri- og líkamlegri heilsu þessara kvenna samhliða því að veita þeim ábyrgð fyrir umönnun barna okkar? Viljum við í alvörunni byggja leikskólana okkar upp á svöngu starfsfólki sem mætir til starfa orkulaust þar sem það hefur ekki alltaf efni á mat. Fríar máltíðir á leikskólum draga úr svengd á vinnutíma en tryggja ekki slíkt að loknum vinnudegi fram að upphafi næsta vinnudags. Ætlum við að halda áfram á þessari braut, neyða konur í aukastörf til að geta séð fyrir grunnþörfum sínum og þar með ýta þeim í átt að bugun, starfskulnun og varanlegri örorku? Valið er okkar. Hverfum af braut láglaunastefnunnar og tryggjum efnahagsleg- og félagsleg réttindi allra. Hækkum lægstu launin, svo þau séu mönnum (og konum) bjóðandi.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: