- Advertisement -

Borgin láti af láglaunatefnunni

„Við getum ekki greitt fólkinu sem gætir barna okkar lægri laun en duga fyrir framfærslu, húsaleigu og sómasamlegu lífi.“

Sunna Magdalena Mörtudóttir leggur fram tillögu, á borgarstjórnarfundi sem nú stendur yfir, að lægstu laun borgarstarfsmanna verði hækkuð.

Tillagan er þessi: „Lagt er til að Reykjavíkurborg hækki lágmarkslaun í áföngum, þannig að enginn verði með lægri laun en 350 þúsund krónur 1. desember 2018 og enginn með lægri laun en 400 þúsund krónur 1. apríl 2019.“

Sanna rökstyður tillöguna þannig:

„Lágmarkslaun eru sett við 300.000 krónur á mánuði og sem dæmi eru grunnlaun ófaglærðs starfsfólks á leikskólum borgarinnar 300.344 krónur fyrir skatt. Slíkt gerir það að verkum að einstaklingur fær um 235 þúsund krónur útborgaðar.  Dæmigerð heildarútgjöld fyrir barnlausan einstakling á mánuði, án húsnæðiskostnaðar, eru hinsvegar um 223 þúsund krónur á samkvæmt viðmiði velferðarráðuneytisins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Við getum ekki greitt fólkinu sem gætir barna okkar lægri laun en duga fyrir framfærslu, húsaleigu og sómasamlegu lífi. Það gengur ekki að Reykjavíkurborg greiði fólki minna en það kostar að lifa og það eiga að vera  kilyrði að laun fólks dugi þeim fyrir helstu nauðsynjum út mánuðinn.

Þegar einstaklingum er þröngvað inn í þær óboðlegar aðstæður að lifa af lágmarkslaunum, þá ýtir það undir aukin veikindi, sífelldar fjárhagsáhyggjur og leiðir að öllum líkindum til kulnunar í starfi og útkeyrslu tilkomna sökum þess að einstaklingar taka að sér fleiri störf samhliða fullu starfi til að mæta grunnútgjöldum.

Slíkt getur leitt til andlegs niðurbrots og láglaunastefna Reykjavíkurborgar er skammarblettur á borginni. Reykjavíkurborg ber að koma fram við starfsfólk sitt af virðingu og meta störf þeirra að verðleikum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: