- Advertisement -

Dýrkeyptur hégómi Katrínar

Björgvin Guðmundsson.

Björgvin Guðmundsson: Hvers vegna fór VG í stjórn með Sjálfstæðisflokknum? Það var ekki til þess að koma fram einhverjum velferðarmálum, sem VG hafði áhuga á. Það var ekki til þess að bæta kjör aldraðra, öryrkja eða láglaunafólks.

Ekki er getið um nein hagsmunamál þessara aðila í stjórnarsáttmálanum. Þvert á móti er lögð áhersla á, að laun hafði hækkað svo mikið undanfarandi, að svigrúm til launahækkana sé lítið.

Þann tíma, sem stjórn VG hefur setið hefur ekki verið minnst á nein kjaramál aldraðra og öryrkja,sem nauðsynlegt sé að koma fram. Fyrsta aðgerð stjórnar VG í því efni er 3,4% hækkun lífeyris 2018/2019 sem skiptir engu máli.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ríkisstjórn VG hefur ekki komið fram neinum umbótamálum aldrara, öryrkja eða láglanafólks. Það eina sem ríkisstjórnin gerir bitastætt eru aðgerðir í loftslagsmálum. Ekki þurfti að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum til þess að koma þeim málum fram.

Það var unnt að mynda félagshyggjustjórn, ef vilji VG hefði verið fyrr hendi. En af einhverjum ástæðum vildi VG fremur mynda stjórn með íhaldinu. Óskiljanlegt. Sennilega gamalt loforð.

Sennilega hefur Katrín ekki treyst á, að hún gæti orðið forsætisráherra í félagshyggjustjórn, hefur sennilega ekki treyst Pírötum en treysti betur á Bjarna. Þessi stjórn er ekki mynduð til þess að bæta kjör almennings, aldraðra ,öryrkja eða láglaunafólks. Hún er mynduð til þess að fullnægja hégóma Katrínar. En það er dýrkeyptur hégómi!

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: