- Advertisement -

Forstjórinn, asninn og gulrótin

Ragnar Önundarson skrifar: Góðir starfsmenn vinna af heilum hug fyrir umbjóðanda sinn, atvinnurekandann. Þeir leggja sig alla fram. Samt er ekkert ,,svigrúm” til að bæta kjör þeirra núna frekar en fyrri daginn.

Forstjórinn, sem hluthafarnir ráða til að vera í hlutverki atvinnurekandans, er öðru vísi. Hann hirðir árslaun venjulegs starfsmanns í mánaðarlaun. Samt vinnur hann ekki heilshugar fyrir umbjóðendur sína, hluthafana, nema fá sérstaka hvatningu til viðbótar, bónus eða kauprétt, í verðlaun sem hluthafarnir láta ,,hanga fyrir framan hann” ef hann nær tilskyldum gróða.

Merkilegt er það, að aðferðin til að koma asna úr sporunum, er sögð sú að láta gulrót hanga fyrir framan hann.

Tekið af Facebooksíðu höfundar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: