Gunnar Smári skrifar: Þegar þið kúldrist í fátækt í ellinni og barnabarnabörnin spyrja ykkur hvort þið hafið ekki lagt eitthvað til efri áranna meðan þið þræluðu á vinnumarkaði, getið þið sagst hafa greitt í lífeyrissjóði alla ykkar hunds og kattartíð en kosið að skerða iðgjöldin ykkar svo Bakkavararbræður gætu orðið ríkir. Í stað þess að setja 100 milljarða upp í 700 milljarða gatið sem myndaðist við hrunið, sem rekja má til Bakkavarabræðra og vina þeirra, þá ákvað lífeyrissjóðurinn þinn að gefa bræðrunum þennan pening. Sem er álíka upphæð og kostar að byggja eitt nýtt hátæknisjúkrahús sem getur þjónað heilli þjóð. Þegar barnabarnabörnin spyrja ykkur hvort þið séuð hálfvitar getið þið andmælt því, ég er ekki hálfviti prívat og persónulega en ég tilheyri þjóð sem hegðar sér eins og hálfvitar sem hópur.“