Tehodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, gerir athugasemdir við grein sem Eyþór Arnalds skrifaði.
„Fáir möguleikar eru fyrir stofnanir og fyrirtæki á að fá lóðir í Reykjavík. Íslandsbanki fór í Kópavog. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu fór í Kópavog. WOW er að fara í Kópavog.“
Ég hreinlega elska þegar farið er rétt með, svo ég ætla að koma með pínu input í þessa stuttu og óvönduðu grein. Hvar á ég að byrja? Íslandsbanki og Sýsli fengu ekki lóðir í Kópavogi, enda eigum við ekki margar lóðir, þessi fyrirtæki keyptu tilbúin hús en eru auðvitað mjög velkomin í Kóp. Wow fékk lóð því við vildum gjarnan byggja 30.000 fm höfuðstöðvar og hótel í Kópavogi en út af dotlu þá eru þeir ekki byrjaðir og enginn veit um framhaldið… svo þetta er ekki endilega staðhæfing, þeir eru enn í Reykjavík. Hins vegar þá hefur það verið markmið okkar í Kóp að draga til okkar eins mörg fyrirtæki og hægt er. Ég er sérlega ánægð með hvað mörg fyrirtæki völdu Kópavog síðustu ár. Og eftirspurnin er mjög mikil enda best að vera í Kópavogi, miðju höfuðborgarsvæðisins.
„Í þriðja lagi eykur þetta enn á samgönguvandann sem er í eðli sínu skipulagsvandi.“
Þessu er ég ekki sammála – það er einmitt gott að stórfyrirtæki færi sig út úr borginni til þess einmitt að umferðin verði jafnari…. og svona ýmislegt!