Hættuleg skattagleði ríkisstjónarinnar
Stjórnarþingmaður ósáttur með hækkandi skatta og segir ríkisvaldið líta á lægri skatta sem tapaðar tekjur.
Ríkisstjórn Vinsri grænna og Sjálfstæðisflokksins hefur stigið stórt skref til skattahækkanna. Hækka á kolefniskatta verulega sem og útvarpsgjaldið. Tryggingagjald verður hins vegar lækkað og í undirbúningi er að lækka veiðigjöldin hressilega.
Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti skattahækkanna á almenning. Meðal þeirra er Óli Björn Kárason Sjálfstæðisflokki. Í vikulegri langri grein í Mogganum kemur hann aðeins inna á þetta og hvaða afleiðingar skattagleðin getur haft.
„Hækkun skatta á einstaklinga skerðir einnig samkeppnisstöðu Íslands, ekki síst gagnvart þeim sem hafa alþjóðlega menntun; heilbrigðisstarfsfólki, verkfræðingum, iðnaðarmönnum og þannig má lengi telja. Það er ekki eftirsóknarvert fyrir vel menntaða sérfræðilækna að flytja heim til Íslands í óvinveitt skattaumhverfi. Ekki frekar en fyrir hjúkrunarfræðinga sem eru eftirsóttir um allan heim. Öflugt heilbrigðiskerfi verður ekki byggt upp án þessara starfsstétta. Fjárfesting í innviðum krefst verkfræðinga, tækni- og iðnaðarmanna. Vinnuafl er orðið óháð landamærum,“ skrifar þingmaðurinn Óli Björn.+
Hann segist allt vilja gera til að draga úr skattagleðinni.
„Því miður er skilningur á nauðsyn þess að gæta hófsemdar í álögum á fyrirtæki og einstaklinga takmarkaður. Við sem viljum koma böndum á skattagleði hins opinbera erum sakaðir um „getuleysi“ til að afla tekna. Hinir skattaglöðu setjast niður og reikna „nettóeftirgjöf tekna“ vegna þess að skattar eru ekki háir og þeir vilja og brigsla öðrum um að „afsala“ ríkissjóði tekjum með því að hækka ekki skatta eða aðrar álögur.“