- Advertisement -

Græðgi og spill­ing hafa tekið völd­in

Inga Sæland: „Hug­sjón­ir og bar­áttu til að standa með þeim sem þurfa hvað mest á hjálp­inni að halda er hvergi að finna á mat­seðli þeirra.“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hrífst ekki af sitjandi ríkisstjórn. „Taum­laus græðgi og spill­ing hafa tekið völd­in,“ segir hún meðal annars í grein sem birt er í Mogganum í dag.

„Sitj­andi rík­is­stjórn hef­ur ekki sýnt í verki að hún beri hag þeirra tekju­lægstu fyr­ir brjósti,“ skrifar Inga og heldur áfram: „Þvert á móti hef­ur hún sýnt það með aðgerðarleysi sínu og hroka að henni er ná­kvæm­lega sama. Það geng­ur það langt, að ákveðnir stjórn­ar­liðar halda því fram að ástandið sé ekki eins slæmt og það raun­veru­lega er. Þeir snúa blinda aug­anu að ör­birgðinni allt um kring, þ.e.a.s ef þeir eru ekki blind­ir á báðum. Ef þeir hafa það sjálf­ir gott þá er þeim ná­kvæm­lega sama um hina.“

Ójöfnuðurinn eykst

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Taum­laus græðgi og spill­ing hafa tekið völd­in. Það að skara eld að eig­in köku er ná­kvæm­lega það sem þeir kunna best. Hags­muna­gæsla er kjör­orð þeirra flestra. Hug­sjón­ir og bar­áttu til að standa með þeim sem þurfa hvað mest á hjálp­inni að halda er hvergi að finna á mat­seðli þeirra. Ófjöfnuður­inn eykst dag frá degi. Þeir ríku verða rík­ari og þeir fá­tæku fá­tæk­ari,“ bætir hún við.

Neitað um réttlæti

Að endingu skrifar formaður Flokks fólksins:

„Að lok­um birti ég brot úr ræðu for­sæt­is­ráðherra Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur vegna stefnuræðu Bjarna Bene­dikts­son­ar þáver­andi for­sæt­is­ráðherra er hann flutti á 147. lög­gjafaþingi fyr­ir tæpu ári síðan.

„Og fólk á lægstu laun­um er beðið að vera þakk­látt fyr­ir 20 þúsund krón­ur því að hlut­falls­lega sé það nú ekki lítið. Því miður þarf að bíða aðeins með rétt­lætið fyr­ir þig, er viðkvæðið, en allt stend­ur þetta til bóta. Þegar þetta fá­tæka fólk er beðið um að bíða eft­ir rétt­læt­inu er um leið verið að neita því um rétt­læti“.

Nú er Katrín Jak­obs­dótt­ir hæst­virt­ur for­sæt­is­ráðherra og um leið skip­stjór­inn á stjórn­ar­skút­unni. Hún hlýt­ur að vilja stýra henni í átt að rétt­læt­inu sem fá­tækt fólk get­ur ekki leng­ur beðið eft­ir.“

Tilvitnun í seinni hluta greinar Ingu sem birtist í Mogganum í dag.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: